Eimreiðin - 01.01.1930, Page 102
82
FLÓTTINN ÚR KVENNABÚRINU
eimreiðiN
hljóðfæraslátt. Níu manna hljómsveit gekk þegar inn í salinn.
Sérstök ábreiða var breidd á gólfið við dyrnar, ofan á þsr
sem fyrir voru. Þar settust hljóðfæraleikendurnir á hækiur
sínar, og var tjaldað í kring um þá, því auðvitað var ekki
tilhlýðilegt, að þeir sæju okkur.
Hljómsveitin byrjaði. Lögin voru tilbreytingarlaus, en átak-
anleg afgönsk þjóðlög. Konungsmóðir raulaði undir og skýrði
Amanullah konungur og drolning hans á ferð þeirra í Englandi.
fyrir mér vísurnar, en þegar »Fátojánemah«, sem er nýtt aí'
ganskt tízkulag, var spilað, sungu allir undir hástöfum.
— Kunnið þér að danza, frú Asim?
— ]á.
— Þá verðið þér að danza »CharIeston« fyrir mig. Ég he‘
heyrt svo mikið talað um þann danz.
Það var hægra sagt en gert. Þó reyndi ég að rifja upP
lag og byrjaði.
Drotningin hló, svo tárin runnu niður kinnarnar.
— Danzarnir ykkar eru sannarlega skoplegir!
— En við eigum aðra danza, sem eru fallegri. Ég tók sja
af einni hirðmeynni og fór að danza einskonar slæðudanz.