Eimreiðin - 01.01.1930, Síða 112
EIMREIÐIN
Per Wieselgren: F0RFATTARSKAPET TILL EIQLA, 1927.
Áke Lagerholm: DREI LYQISÖQUR (= Altnordische Sagabibliothek
17), 1927.
Halldór Hermannsson: ÍCELANDIC MANUSCRIPTS (= Islandica
XIX), 1929.
Freysteinn Gunnarsson: RITREGLUR, 1929.
Klemens Jónsson: SAQA REVKJAVÍKUR. Fyrra bindi, 1929.
Pétur G. Guðmundsson og Gunnar Leijstr'óm: KENSLUBÓK 1
SÆNSKU, 1928.
/VI. A. Jacobsen og Chr. Matras: F0ROYSK-DONSK ORÐABÓK,
1927—8.
Björn M. Ólsen hefur, sem kunnugt er, endur fyrir löngu leitað UPP1
ýms atriði því til styrktar, að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu-
Fáir hafa að vísu árætt að fallast hiklaust á þá skoðun, en fáir
þorað að taka þvert fyrir. Nú hefur ungur sænskur vísindamaður, Ber
Wieselgren, varið heilli bók til að rannsaka þetta mál frá ýmsum hliðunv
og kemst að þeirri niðurstöðu, að ekki aðeins sé Iíkur Ðjörns Ólsei’s
lítils eða einskis verðar, heldur mæli miklu veigameiri rök á móti, sb
höfundur að Eglu sé hinn sami og að Heimskringlu og Eddu. Wiesel
gren er ekki maður, sem vandlega gætir þess við hvert fótmál, hvar hann
stígur, og er vandalítið að fetta fingur út í ýmsar staðhæfingar hans. E1'
eigi að síður hyggjum vér, að hann hafi leitt rannsókn sína til fullra
lykta í því, sem mest er um vert, og að Snorra muni trauðla verða
eignuð Egla framar.
Lygisögur er orð, sem nokkuð er farið að tíðkast í útlöndum um ÞaU
afkvæmi fornaldarsagna og riddarasagna, sem sennilega eru einkum
orðin á ofanverðri 14. og á 15. öld og Iíkjast ýmist í aðra ættina eða
hina. Flesfar þessar sögur eru óprentaðar og fáum kunnar. Peir núlifand'