Eimreiðin - 01.01.1930, Blaðsíða 118
98 R1TS]Á eimreiðin
en sú munkafirra, sem höf. er haldinn af, ef honum er bláköld alvara
með skoðanir sínar.
Um efnismeðferð höf. er það að segja, að henni er mjög ábótavant.
Víðast er Iaust haldið á þræði og háskalegar smekkleysur innan um og
sarnan við. En þrátt fyrir þetta dregur höf. töluverðan arnsúg sumstaðar,
og glæsibragur er yfir einstökum setningum og erindum.
Bezt virðist höf. Iáta að Iýsa ástríðum í algleymingi. Um það vitnar
t. d. þetta erindi:
Æskan gengur glöð að leikjum,
glaðna taka sveinar skjótt.
Hýrnar yfir brosum bleikum.
Blakta ljós á stjörnukveikjum.
Staupin veita styrk og þrólt.
Danzlagið er: Draumafarir;
drykkjarföngin: Ungar varir;
gildaskálinn: Niðdimm nótt.
og þetfa, sem er að vísu af svipuðum toga:
Bikar fjalla er fyltur
freyðandi næturveigum,
og síþyrst er æskan að sumblum,
svelgir í löngum teygum.
Styrkur er danzinn stiginn
staflaust á yztu skörum,
kneifður kyngimjöður,
kyst með hálfopnum vörum.
Falleg er og þessi staka í „Vísum Vegmóðs":
Omar laga líða hjá,
ljósin fagurt skína.
Gömul saga yrðir á
æskudaga þína.
En þrátt fyrir þessa skáldlegu glampa, verður þó bókin í heild að
teljast fremur léleg Ijóðabók. Annað mál er það, að hún bendir jaf11
framt til þess, að hér sé maður, sem mikið gæti orðið úr, ef hann
þroskaði þá beztu eiginleika, er hann hefur þegar sýnt lit á. En víða
býður hann lesendum sínum slikar smekkleysur, að fífldirfska má heita-
Er ótrúlegt, að þeim hefði ekki mátt afstýra, ef einhver maður nieð
sæmilegum ljóðasmekk hefði farið yfir handritið, áður en það f°r 1
prentun, og sagt á því kost og löst. En góðsemi manna í þessu landi