Eimreiðin - 01.01.1930, Side 120
100
RITSJÁ
eihreiðin
Bezt sagnanna þykir mér hin styzta þeirra „Helfró", (sem hefur áður
birzt í Eimr.). Hún bregður upp kýmilegri, en þó átakanlegri mynd, sem
áreiðanlega er gerð með hárréttri athugun á mannlegu eðli. Þessi saga
skipar sæmdarsess meðal sinna líka.
Lengsta sagan heitir „Ilmur vatnanna". Segir hún frá trúlofaðri kaup-
staðarstúlku, sem fer í sumardvöl í sveit og kemst í nánari kynni við
bóndason en góðu hófi gegnir. Vill hún þó losna úr þvf sambandi og
komast aftur til unnusta síns, en henni veitist örðugt að stíga það spor,
og dregur framkvæmdina á langinn. Loksins dettur henni það ráð í hug
að gefa sig bóndasyni að fullu og öllu á vald um tíma — til að gera
hann leiðan á sér — svo að hann sleppi henni af fúsum vilja.
Hér held ég, að höf. fatist skilningur á kvenlegu eðli. Karlmenn með
reynslu í þessum efnum, geta hugsað svona, en ung stúlka ekki. Metn-
aður hennar einn .fyrirbýður henni að hugsa, að karlmaður verði leiður
á henni, og sízt myndi Reykjavíkurstúlka, sem sveitapiltur gengur á eftir
með grasið í skónum, álykta þannig. Auk þess var áhætta stúlkunnar,
sem vildi komast aftur til unnusta síns, of mikil af slíku tiltæki, eins og
líka kom á daginn. En jálað skal, að þessi skýring ]akobs er frumleg
og ekki óskemtileg, en hún ber ekki á sér merki sannleikans.
„Skuldadagar", saga frá braskárunum í Reykjavík, á ef til vill ekkl
fullkomna hliðstæðu í veruleikanum. En hún hefði getað gerst. „Hlátur“
finst mér einna minst til um. „Hneykslið" er bráðskemtileg saga, og
kvað vera dagsönn!
En þó að þessar sögur hafi yfirleitt tekist vel, tel ég þó ilia farið, ef
)ak. Thor. ætlaði sér að fara að iðka smásagnalist einvörðungu á kostn-
að ljóðagerðarinnar. Ekki finst mér ósennilegt, að honum hefði orðið
fult svo mikið úr sumum þessum söguefnum í bundnu máli. /VI. Á.
Gnðmundur Friðjónsson: KVEÐLINGAR. (Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar). — Rvík 1929.
Guðmundur Friðjónsson hefur verið einn af mikilvirkustu rithöfundum
þjóðar vorrar. Síðan hann hóf fyrst ritmensku sína, er nú orðið meira
en þriðjungur aldar. Hann hefur ritað ógrynnin öll í blöð og tímarit
landsins og sent frá sér hverja bókina eftir aðra. Eins og mönnum er
kunnugt, varð hann sextugur á síðastliðnu hausti og gaf þá út sína þriðju
kvæðabók, er hann nefnir Kveðlinga.
Verk Guðmundar bera það með sér, að hann hefur ekki verið víð-
förull í veröldinni, enda hefur hann átt heima á sama bæ alla æfi. Þess