Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 12
212
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðiN
lægri á fyrra helmingi ársins í ár en á sama
iíma í fyrra. Útflulningur íslenzkra afurða 1
janúar—júlí þ. á. er, samkvæmt skýrslu GengiS'
nefndar, kr. 20.085.410, en á sama tíma í fyrra
kr. 24.526.000. Er útflutningurinn þannig að
verðmæti um 4 J/2 miljónum króna minni á þessum fyrstu sjó
mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Fiskaflinn var nú um
mánaðamótin orðinn 385.995 þur skpd., en var á sama tíma i
fyrra 402.174 þur skpd. Fiskbirgðir í landinu eru nú 317.892
þur skpd., en voru á sama tíma í fyrra 254.271 þur skpd. Verð-
mæti útfluttra landbúnaðarafurða nemur það sem af er þessU
ári, samkvæmt skýrslu Gengisnefndar, nálega l]/2 miljón króna,
en á sama tíma í fyrra nam það tæpri miljón. Tilraunir hafa
verið gerðar með að flytja út ísvarinn fisk af vélbátum, eink-
um í Vestmannaeyjum, og selja í Englandi. Hefur þetta tek-
ist misjafnlega enn sem komið er. Er þó undirbúningur haf-
inn um að taka upp aðferð þessa víðar, svo sem á Aust-
fjörðum. Skiftir þá mestu, til þess að vel eigi að fara, að
hafa þaulvana menn og vel kunnuga meðferð á ísfiski, dað"
legum markaðshorfum í fisksölubæjunum ensku og hraðskreið
og vel útbúin skip, til þess að koma fiskinum á markaðinn-
Mætti þessi breytta söluaðferð þá verða vélbátaútvegnum til
viðreisnar, og mikil bót að því að geta komið fiskinum undir
eins á markað, í stað þess að þurfa að bíða svo mánuðutn
skiftir eftir því, að saltfiskurinn verði seldur, eins og nú a
sér stað.
í síðasta hefti var nokkuð sagt frá afskiftum Norðmanna
af Grænlandi og viðureign þeirra við Dani út af réttinum til
landnáms þar. Deilan um Grænland harðnaði mjög, er kom
fram í maí, aðallega vegna þess, að danska stjórnin gaf í skyn>
Græn- að hún myndi taka sér lögreglurétt yfir Norð'
lands- mönnum í Austur-Grænlandi. Áskorun barst norsku
deilan. gtjórninni um að leggja undir Noreg svæði það 1
Austur-Grænlandi, þar sem norskir veiðimenn dvelja. Stjórnin
hikaði við að fara eftir áskorun þessari. Danskur leiðanguf-
undir stjórn Lauge Kochs, var um það bil að leggja af stað
til Austur-Grænlands, er sú fregn barst þaðan, að norskif
veiðimenn hefðu dregið norskan fána á stöng við Mýflóa 1
Innflutt
vara og
innlend
fram-
leiðsla.