Eimreiðin - 01.07.1931, Page 14
214
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðiN
eitt ár allri greiðslu milliríkjaskulda, hernaðarskulda og skaða-
bóta, bæði að því er snertir höfuðstól og vexti, að undan-
teknum þeim skuldum, sem ríki standa í við einstaklinga eða
einkafélög*. Forsetinn hafði trygt sér fylgi helztu leiðtoga
Bandaríkjaþingsins, og sama daginn og tillagan var fraW
komin hafði samþykki hinna annara stórvelda verið útvegað
símleiðis. Frakkar höfðu þó ýmsar athugasemdir að gera og
voru erfiðastir viðfangs. Það er talið, að með samþykt tillög-
unnar fái Þjóðverjar eins árs gjaldfrest á 406.440.660 dollur-
um (um 1.830 000.000 ísl. kr.), en þar af áttu Bandaríkin að
fá 246 milj. dollara, Frakkland 96.750.000 dollara, Stórbreta-
land 20 milj. og Ítalía 9 milj. dollara. Fresturinn á greiðsl-
unni hlaut því að koma niður á fjárhagsáætlun þessara ríkja.
og tilfinnanlegast kom fresturinn niður á Frökkum. En þe>r
fylgdust að lokum með hinum ríkjunum, og hefur miklu lofs-
orði verið lokið á Hoover fyrir framkomu hans í þessu
greiðslufrests-máli. Þeir tveir menn, Dawes og Young, sem
mestan þátt áttu í því að semja hernaðarskaðabóta-áætlunina,
hafa báðir opinberlega lýst því yfir, að þeir væru samþykkir
tillögu Hoovers. Dawes taldi hana bæði »viturlega og nyf'
sama á allan hátt«, og Owen D. Voung segir um hana, a^
hún sé ekki að eins það viturlegasta, sem hægt var að gera
fyrir Þjóðverja, heldur einnig þjóðirnar allar, sem hlut áttu
að máli. Sum blöðin í Ðandaríkjunum töldu Hoover hafa
friðþægt fyrir hinar mörgu vanrækslusyndir sínar með því a^
koma þessari breytingu í kring, og hófu hann til skýjanna,
töldu hann jafnoka Wilsons forseta og leiðtoga heimsins,
Hoover hefði með tillögu sinni komið í veg fyrir gjaldþi-0*
Þýzkalands og nýja byltingu, eða jafnvel heimsstyrjöld.
Ástandið Blaðamaður einn, sem er ritstjóri erlendra frétta
í Þýzka- fyrir einn flokk stórblaða í Bandaríkjunum, l'í'sir
landi. þjóðmálaástandinu í Þýzkalandi, um það bil er til'
laga Hoovers kom fram, þannig:
Þýzkaland átti að borga yfir 400 miljónir dollara í hernaðarskaða
bætur. En vegna verðfallsins á þýzkum framleiðsluvörum höfðu þessar
skaðabætur í raun og veru hækkað upp í hálfa biljón dollara. Til ÞeSS
að geta greitt þessa geysifjárhæð hefði stjórnin orðið að grípa til slíkr®
örþrifaráða, að hættulegt gat orðið öryggi þýzka lýðveldisins og lei|f 1