Eimreiðin - 01.07.1931, Qupperneq 18
218
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðiN
börn og telur engum ítölskum hjónum vansalaust að eiga
færri en það. Mussolini hatar takmörkun barnsfæðinga eins
og pestina, og kenningar þjóðmegunarfræðinga um hættuna
Lífið við offjölgun fólks telur hann hreinustu vitleysu.
skortir Lífið skortir aldrei rúm, er álit hans. Verði
aldrei rum. þröngt um fólkið heima fyrir, þá leitar það nýrra
landa. Þær landaleitir kunna að vísu að verða eitthvað a
kostnað annara þjóða.
Annars er nú svo mikið talað um byggileg ból á öðrum
hnöttum, að það er alls ekki loku fyrir það skotið, að mönn-
um takist með tímanum að bregða sér í landaleitir eitthvað
út í geiminn. Enn hefur að vísu ekki tekist með óyggjandi
vissu að sanna, að til sé líf á öðrum stjörnum. En skilyrðin
til þess, að slíkt verði hægt, eru alt af að batna. Menn gera
sér miklar vonir um, að lögmál það, sem liggur til grund-
vallar fyrir smíði gosflugunnar (rocket), muni gera oss faert
að komast með tímanum hnatta á milli, og auk þess muni
firðsýnin (television) koma mönnum upp á að búa til stjörnu-
kíkira, sem taki öllu því fram, sem nokkur hafi áður látið sið
dreyma um í þeim efnum.
Orestes H. Caldwell, radíófræðingur og ritstjóri tímaritsins
»Radio Retailingc, lýsti því nýlega fyrir fjölmennum fundi
Firðsjár stjörnufræðinga í New-Vork, hvernig firðsjár
framtíðar- framtíðarinnar mundu líta út. Aðalefnið úr lýS'
ínnar. jngU þans var þeffa. £ngjn stórfeld endurbót
hefur verið gerð á stjörnukíkirunum síðan Galilei bjó til
stjörnukíki sinn. Nú er þessarar endurbótar að vænta innan
skamms. Stjörnukíkirar eru á radíó-máli ekki annað en stór
kristalstæki, sem taka við mjög stuttum bylgjum (ljósbylgjum)-
eins og venjuleg kristalstæki safna hljóðbylgjum. En nú not-
um við ekki lengur kristalstæki og loftnet til þess að taka a
móti hljóðbylgjunum. Við notum margfaldara, sem ná Ijósvaka-
bylgjunum og auka áhrif þeirra mörgum sinnum. Þegar hæðt
verður að nota samskonar margfaldara við stuttar ljósvaka-
bylgjur (ljósgeislana), ætti að verða hægt að leggja alveg niður
hin risavöxnu sjóngler, sem oft vega margar smálestir, °S
allan þann dýra útbúnað, sem þeim fylgir; kostnaðurinn skiftir
oft miljónum. í staðinn kæmi þá aðeins lítill móttakari eða