Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 19
E'MREIDIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
219
firðsjár-auga. Sterkir margfaldarar yrðu notaðir til að auka
áhrifin. Það er hægt að gera sér í hugarlund, hve Iangt má
oitiast með þessari endurbót, þegar það tvent er borið saman,
stærstu stjörnukíkirar nútímans stækka um 2500 sinnum,
en 9óð nýtízku-útvarpsiæki auka bylgjuáhrifin 500.000.000 til
ji-000.000.000 sinnum. Eftir. þessu ætti ekki að verða langt
P^ngað til við getum farið að sjá landslagið á Venus eða
v>arz álíka skýrt og umhverfið í kringum oss.
Hafmænn.
Hún lék sér niðri í leginum
með iogagylt hár. —
ún hafði talið tímann þar
j. í tuttugu ár. —
un var svo ung, hún var svo glöð
°9 veltist og hló.
Svo tók hún sprett og spriklaði
°9 sporðinum sló.
Hun var svo ung — og tíðum trylt
af taumlausri þrá,
er> saklaus eins og blessað barn, —
er bjarmann hún sá,
etn lagði stundum ofan að
1 úthafsins djúp.
vildi ’ún óðfús af sér slíta
öldunnar hjúp.
C
Vo Var það eitthvert kyrlátt kvöld,
» . menn keptu um feng, —
n’ð r í djúpið sá hún síga
g. siötugan streng. —
s*rengur — hann kom ofan að.
0 Hún ærðist og hló. —
9 9olþorskarnir heyrðu hvernig
hjarta ’ennar sló.
H -
11 sl_eVPti sér — og stæltri hönd
__ P ' strenginn hún greip.
11 m®ður uppi’ á sjónum sat
5 seglbát - við keip.
Hann fann að kipt í færið var
. og fagnaði’ í svip,
því það var fyrsti fiskurinn,
sem fékk hann á skip.
En honum brá — og eins og óður
áfram hann laut,
er gullið hár sem bylgja björt
að borðstokknum flaut. —
Um hálsinn hafði í stríðum straumi
strengurinn flækst.
Og inn í vinstra augað hafði
öngullinn krækst.
Hann grét — og blóðugt brjóstið inn
að barmi sér dró.
Hún spriklaði og spriklaði
og sporðinum sló. —
En hægra augað horfði í bæn
og hamslausri þrá.
Og augun mættust. — Astin gegnum
örlögin sá.
Hún svelgdi bjarmann ofan að,
sem æ hafði ’ún þráð. —
Þó væri ’ún dauðasári særð
var sigrinum náð.
— Hann kysti hana á kinnina
og kysti ’ana íast.
Hún hló — og það svo hjartanlega,
að hjarta ’ennar brast.
Jóhannes úr Kötlum.