Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 20
eimreiðin
Ógöngur og opnar leiðir.
i.
»Tímarnir breytast og mennirnir með«. Ovíða á þetta gamla
orðtak betur við en á voru landi. Því fá lönd í heiminum eru
á eins hröðu breytingaskeiði og ísland. Fyrir þriðjungi aldar,
eða fyrir og um síðustu aldamót, um það bil er vér vorum
börn, sem nú erum fulltíða, voru andstæðurnar í íslenzku lífi
aðrar en nú og hugðarefnin önnur. Sjálft atvinnulífið hefur
tekið breytingum. Aðalatvinnuvegirnir, landbúnaður og fiski-
veiðar, voru að vísu þeir sömu þá og nú. En reksturs-
aðferðirnar voru aðrar. A Austfjörðum, þar sem ég þekti til,
var það svo um síðustu aldamót, að menn voru þá ekki enn
farnir að slétta tún sín að ráði. Aburðurinn var barinn og
breiddur á túnin með klárum, en stundum þyntur og hrærður
í vatni, en síðan borinn á í skjólum. Hlöður voru þá fáar;
hey mest borin í tóftir, þakið yfir með torfum en hlaðið upp
að með hnaus og snyddu. Fiskiveiðar voru reknar á róðrar-
bátum, fjögramannaförum mestmegnis, en vélbátarnir, sem
gerbreyta öllum rekstri fiskiveiðanna, koma ekki til sögunnar
fyr en eftir aldamót. Samgöngur voru strjálar bæði á sjó oS
landi. Einangrunin var mikil. Landsmenn bjuggu mestmegnis
í sveitum. Kaupstaðir voru fáir og smáir. Árið 1890 eru í
Reykjavík 4000 manns og í öðrum kaupstöðum og verzlunar-
stöðum um 4000 alls, en í sveitunum búa þá 63 þúsund
manns. Aðeins rúm 11 o/o Iandsmanna eiga þá heima í kaup'
stöðum, en nú lifir meira en helmingur landsmanna í kaup-
stöðum. Árið 1928 var íbúatala sveitanna 51.746, en bæjanna
53.066 manns. í stjórnmálunum voru það ágreiningsmálin við
Dani, sem skiftu mönnum í flokka. Nú eru það innanlands-
málin aðallega, sem skifta mönnum í flokka. Skemtanir vorU
þá aðrar en nú og fábreyttari. Andleg áhugamál íslendinga
hafa einnig breyzt. Hugðarefni, sem þá voru mönnum alls-