Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 42
242
MANNFLOKKAR OQ MENNING
eimreiðiN
dische Mensch, Miinchen 1929). Aftur á móti skal nú í stuttu
máli skýra frá aðalstöðvum eða heimkynnum hvers kynsins
um sig.
Norræna kynið er algengast í Skandinavíu, Danmörku
(þar þó mjög blandað austrænu kyni), Norður-Þýzkalandi,
Hollandi, Normandíi á Frakklandi, Skotlandi og Norður-
Englandi, Eystrasaltslöndunum og meðfram ströndum Finn-
lands. En á víð og dreif er það um alla Evrópu, austur í
Asíu og suður um Norður-Afríku, — fyrir utan nýlendur eða
landnám Evrópumanna af norrænu kyni í öðrum heimsálfum.
Vestræna kynið er algengast á Pýreneaskaganum (Spáni
og Portúgal) og meðfram norðurströnd Afríku (frá og með
Marokkó og alla leið að Egyftalandi), Suður-Ítalíu og ítölsku
eyjunum, í suður- og suðvestur-hluta Frakklands, í Rúmeníu
og vestan til á Bretlandseyjum. Nokkurskonar áframhald af
vestræna kyninu og náskylt því er Vesturasíu-kynið (í Ara-
bíu o. v.), sem einnig er dökt langhöfðakyn.
Austræna kynið er algengast um miðbik Frakklands, suð-
vesturhluta Þýzkalands, Slésíu, Bæheim, en á víð og dreif
um því nær alla Evrópu.
Dínarska kynið er mest í suðurhluta Bayerns og Austur-
ríki, og þaðan suður um allan Balkanskaga vestanverðan
(Júgóslavíu, Albaníu og suður á Grikkland, sem er þó mjöS
vestrænt að kyni); ennfremur í Úkraine (Suður-Rússlandi)
og á víð og dreif um Norður-Ítalíu o. v. Áframhald af dín-
arska kyninu og náskylt því er Litlu-Asíu- eða Kákasus-
kynið (í Litlu-Asíu, Armeníu og Kákasus), dökkir, mjóleitir
stutthöfðar.
Austur-baltiska kynið er algengast á Finnlandi og Norður-
Rússlandi, en annars á víð og dreif um Norður- og Mið*
Evrópu. Austur-baltiska og austræna kynið standa sennilega
í nokkuð nánu sambandi við Mið-Asíu-kynið, sem teygirrsjS
vestur á Skandinavíuskagann, þar sem eru Lappar, lágir»
dökkir stutthöfðar. —
Gyðingar, sem dreifðir eru víða um Evrópu, en einkum á
Póllandi og Rússlandi, eru þjóð, en ekki mannílokkur, þótt
þeir hafi ef til vill verið á leiðinni til að verða að nokkurs
konar »óekta« mannflokki sökum þess, hve mjög þeir hafa