Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Page 44

Eimreiðin - 01.07.1931, Page 44
244 MANNFLOKKAR OQ MENNING eimreiðin manna og hefur frekar litla mannþekkingu. Norrænn maður lætur lítt í Ijós tilfinningar sínar, oft af einhverri sérstakri viðkvæmni eða blygðunarsemi. Hann er djarfur, oft fífldjarfur, forsjáll og langsýnn, en getur og verið léttúðugur og latur á köflum. (Jtþrá og mentunarþrá eru ríkar hjá honum. Það rennur stöðugur straumur norrænna manna úr sveitunum > borgirnar og úr lægri stéttunum í hinar æðri. Norræna kynið er alveg sérstaklega auðugt að mönnum með frábært andlegt atgervi, »skapandi« mönnum. Samkvæmt rannsóknum Odins eru flestir skapandi menn Frakklands úr þeim héruðum, þar sem fólk er hæst, höfuðlengst og ljósast, og eftir stéttum eru 78,5 °/o þeirra af aðli eða úr embættismannastétt og líkum stéttum, sem eru aðeins lítill hundraðshluti íbúanna, en auð- ugastar að norrænu blóði. Sama hefur Galton fundið um norrænustu hluta Englands. Flestir menn, sem sköruðu fram úr á endurfæðingartímabilinu á Italíu, voru meira og minna af norrænu kyni (Woltmann). Mjög norræn lönd, eins og t. d. Noregur og Svíþjóð (og ísland), eiga tiltölulega mjög marga frábæra menn. Ennfremur er tiltölulega minst um glæpi og afbrot í þeim héruðum Norður-Þýzkalands, þar sem norræna kynið er fjölmennast. Vestræna kynið er fjörugt og ástríðufult, léttlynt og við- kunnanlegt í umgengni, ræðið og (fyrir norrænan smekk) mál- skrafsmikið, fljótt til reiði og fljótt til sátta, fyndið, óforsjált og öfgafult, — oft latt og vantar framkvæmdaþrek norræna kynsins. Vestrænn hugur lifir meira í nútíðinni, norrænn hugur í framtíðinni, — sá vestræni beinist meir að hinu ytra, sá norræni að hinu innra. Trúarlíf norræns manns stendur í nánU sambandi við samvizku hans, en hjá hinum vestræna við skiln- ingarvitin (skraut og skart) og hjartagæði þau, er oft ein- kenna vestrænt fólk; norrænn maður er af náttúrunni mót- mælandi, en vestrænn maður katólskur, gæti maður sagt- Vestræna kynið er einatt grimt og vont við skepnur. Austræna kynið er íhugult, iðið, sparsamt og þröngsýnt, tortryggið, seinlátt og þolinmótt. Það er hagsýnt, og hugur þess beinist að hinu nálæga og næsta. Hjá andlegri rnönnum af austrænu kyni ber mikið á rólegri skoðun og kyrlátri ánægju með hlutina. Trúarlíf austræns fólks er öllu heitara,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.