Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 60
260
BLÖNDUN STEINSTEYPU
eimreiðiN
Það er þýðingarmikið frá fjárhagslegu sjónarmiði, að hlut-
föllin á milli sandsins og malarinnar séu þannig, að sem mest
sé hægt að nota af þeim í ákveðna blöndun af steinlími og
vatni. Hér kemur það einnig til greina, að stærð sandsins og
malarinnar hefur mikla þýðingu.
Vísindalegri blöndunaraðferð en hér hefur verið lýst er
algeng í Bandaríkjunum. Við þá aðferð er möl og sandur
sigtað, og fundið út, hve mikið er þar af mismunandi stærð-
um. Eftir því er svo blöndunin ákveðin. Sú aðferð er dálítið
nákvæmari en tilraunaaðferðin og góð fyrir stórvirki, en það
yrði of langt og flókið mál að lýsa henni hér. En að ákveða
blöndunina með því að gera eina eða tvær tilraunir með það, hve
mikið er hægt að nota af sandi og möl, er einnig algeng að-
ferð, og mun eiga bezt við út um sveitir og í smærri kaup-
túnum á íslandi.
Gæta verður þess við blöndun steinsteypu, að tillit sé tekið
til þess vatns, sem er í mölinni og sandinum. Bezt finst, hve
mikið er þar af vatni, með því að vega ákveðið rúmmál af
möl og sandi, þurka það síðan, svo að rakinn aðeins hverfi
af yfirborði kornanna, og vega efnin síðan á ný. Þetta vatn
verður að telja með því vatni, sem nota má til blöndunar-
innar, til þess að fá steinsteypu með ákveðnum eiginleikum-
Vitanlega þarf ekki öll steinsteypa að vera jafn sterk, eða
jafn vatnsþétt, og fer það auðvitað eftir því, til hvers steypan
er notuð. Það má t. d. nota mismunandi mikið vatn til blönd-
unar steinsteypu, eftir því hvort hún á að notast í stoðir oS
bita í hús, eða í ytri veggi, sem verða undir áhrifum hinnar
íslenzku veðráttu.
í Bandaríkjunum er algengt að nota frá 21 lítra til 28 lítra
af vatni, til þess að blanda einn poka af steinlími, alt eftir
því til hvers á að nota steypuna. 21 lítri pr. poka af stein-
lími er fyrir steinsteypu, sem á að nota í bryggjur og garða,
sem standa í sjó, 28 lítrar eru notaðir til steinsteypu, sem er
innan veggja og undir þaki. 23 lítrar til blöndunar einum
poka af steinlími mun vera hæfilegt fyrir steinsteypu, sem a
að standa undir beru lofti hér á íslandi.
Þó að þýðingarmikið sé, að rétt hlutföll séu á milli þeirra
efna, sem notuð eru til blöndunar steinsteypu, þá er þa^