Eimreiðin - 01.07.1931, Side 62
262
BLONDUN STEINSTEVPU
EIMREIÐIN
ríkjamenn nota ekki steinsteypu, sem hefur ekki verið sett í
mótin hálfri klukkustund eftir blöndunina.
Hverjar aðferðir sem hafðar eru til þess að setja steypuna
í mótin, þá verður nákvæmlega að gæta þess, að hinir mis-
munandi hlutar steypunnar aðskiljist ekki. Því góð blöndun
kemur að litlu gagni, ef efnunum er leyft að aðskiljast seinna.
Sjá má á steinhúsum hér á landi, að í veggjunum eru næst-
um eingöngu steinar á einum stað og sandur og steinlím a
öðrum stað. Þannig gerð steinsteypa getur hvorki verið sterk
né endingargóð.
Þess verður að gæta, að mótin séu heil og slétt, gerð úr
góðum hefluðum borðum og vel skorðuð. Útlit yfirborðs
steypunnar er mikið komið undir því, hversu til mótanna er
vandað. Aríðandi er að fara með sléttum spaða niður með
mótunum á meðan verið er að setja steypuna í þau, svo að möl
og steinar færist frá mótunum inn í steypuna, og næst mót-
unum verði þannig aðeins þétt og slétt húð af steinlími og sandi-
Þegar verið er að steypa háa veggi, er oft ekki hægt að
verjast því, að vatn safnist fyrir á yfirborði steypunnar. ÞessU
vatni er auðvelt að safna saman í hornunum á veggjunum og
leiða það síðan í burtu með því að bora gat á mótin. Ef
þetta vatn er látið vera kyrt í steypunni, þá hefur það
sömu skaðlegu áhrifin eins og ef mikið vatn er notað við blönd-
unina. Helzt ætti að steypa í einu eins mikið og unt er, svo
að skeytin verði sem fæst, því þau eru oftast veikustu blett-
irnir í steinsteypu.
Undir eins eftir að steypan hefur harðnað nóg, ætti að taka
mótin gætilega niður, og allir ósléttir blettir og holur, sem
vegna óaðgætni eru á yfirborði steypunnar, ættu að vera
fyltir með blöndun af vatni, steinlími og sandi. Og sú blöndun
verður að vera blönduð eftir sömu hlutföllum og sjálf steypau-
Því næst skal yfirborð steypunnar núið með »carborundum4'
steini, no. 16, og þar með nuddast sandurinn og steinlímið
inn í fínu holurnar, sem geta verið á yfirborði steypunnar.
Nota skal aðeins það mikið af sandi og steinlími, sem með
þarf á meðan verið er að nudda steypuna, og skilja alls enga
húð eftir á yfirborðinu. Halda skal áfram að núa steypuna
þangað til fæst slétt og þétt yfirborð. Aðeins þeim hluta af