Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 90

Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 90
290 KREUTZER-SÓNATAN eimreiðin segja frá drabbi, sem hann hafði lent í úti í Kunávin.1) Það var svo sem auðséð, að hann var hreint ekki svo lítið upp með sér af þessu, og með miklum ánægjusvip lýsti hann því, hvernig hann hefði eitt sinn, ásamt þessum sama ríka kaup- manni, lent í þeim æfintýrum úti í Kunávin, að ekki væri hægt að segja frá þeim öðruvísi en með hvíslingum, svo að enginn óviðkomandi heyrði til. Fékk þetta búðarpiltinum þeirrar gleði, að hann veltist um af hlátri. Sá gamli glotti líka, svo að glitti í tvær gular tennur í munninum á honum. Mér leizt ekki á, að ég mundi hafa mikla ánægju af að hlusta á þessa samræðu lengur, svo ég notaði tækifærið til þess að fara út úr klefanum og hreyfa mig dálítið á brautar- pallinum áður en lestin legði af stað. í dyrunum mætti ég málfærslumanninum og frúnni í ákafri samræðu. »Þér fáið ekki tíma til að fara út«, sagði hinn tungulipri lögfræðingur við mig. »Það á að fara að hringja í annað sinn«- Það stóð vel heima, því ég var aðeins búinn að ganga örfa skref meðfram vagninum, þegar hringt var. Þegar ég kom inn aftur, gekk málbeinið á málfærslumanninum og frúnni, eins og áður. Gamli kaupmaðurinn sat þegjandi andspænis þeim og starði fram fyrir sig þungur á brún; en öðru hvoru jóðlaði hann ólundarlega á einhverju, sem hann hafði milli varanna. Um leið og ég gekk fram hjá málfærslumanninum til sætis míns, sagði hann brosandi: »Svo skýrði hún eiginmanni sínum hreinskilnislega frá því, að hún hvorki gæti eða vildi lifa með honum lengur, því að ...«. Síðustu orðin gat ég ekki heyrt fyrir hávaða, því nú komU enn farþegar inn í klefann og á eftir þeim umsjónarmaður og burðarkarl. Þegar aftur var orðið nógu hljótt í klefanum til þess að ég gæti heyrt til málfærslumannsins, virtist hann hafa hætt að tala um hin heimulegu einkaatriði málsins, en ræddi nú málið alment. Hann hélt því fram, að hjónaskilnaðar- mál væru nú orðin mjög á dagskrá í Vestur-Evrópu og yrðu tíðari með hverjum deginum í Rússlandi. En þá tók hann eftir, að enginn mælti orð frá vörum í klefanum nema hann, 1) Eitf af úthverfunum í Nischnij-Novgorod. ÞangaÖ fara kaupmenn til þess að svaila og skemta sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.