Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 92
292
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIDIN
mentunar kuenna og ósamkomulagsins í hjónaböndum«, sagði
málfærslumaðurinn og brosti í laumi.
Kaupmaðurinn ætlaði að svara einhverju, en konan varð
fyrri til að taka til máls. »Nei, þeir tímar eru nú liðnir«, hélt
hún áfram í sama tón og áður.
»Eitt augnablik. Við skulum fyrst hlusta á hvað herrann
þarna hefur að segja«, sagði málfærslumaðurinn og reyndi
að þagga niður í konunni.
»Það er mentunin, sem á sök á öllum heimskupörunum«i
svaraði gamli maðurinn ákveðinn.
»Maður og kona hlaupa saman í hjónaband fyrirvaralaust,
og svo furða menn sig á því, að þau skuli ekki geta látið sér
koma saman!« greip frúin fram í að nýju með miklum ákafa,
og leit ýmist á mig eða lögmanninn, og jafnvel líka á búðar-
piltinn, sem nú var staðinn upp úr sæti sínu, studdist upp við
skilvegginn milli sætanna og fylgdist með samræðunni, bros-
andi út undir eyru. »Það eru aðeins dýrin, sem láta para sig
saman, eins og eigandanum sýnist. En mennirnir, þeir hafa
þó tilfinningar og samúð í vissar áttir«, hélt hún áfram,
og var auðfundið, að hana langaði til að egna gamla manninn.
»Frúin getur sparað sér þessi ummæli«, mælti gamli mað-
urinn hátíðlega. »Dýrin eru skynlausar skepnur, en oss mönn-
unum er gefið lögmál að fara eftir«.
»En hvernig eiga þau hjón að geta lifað saman, sem ekki
þykir vænt hvoru um annað?« hélt frúin áfram, niðursokkin
í sínar eigin hugsanir, sem henni virtust víst mjög frumlegar-
»Það var ekki verið að rökræða slíkt í þá daga«, sagði
gamli maðurinn með áherzlu. »Þetta er eitt af þessum ný'
móðins firrum. Ef snurða hleypur á þráðinn, segir konan undir
eins: »Ég fer mína leið!« Og bændakonurnar út um sveitir
landsins eru ekki hótinu betri en hinar. Þær hafa nú einnig
tekið upp sama móðinn. »Hana! taktu við!« segja þær, »þarna
eru nærbuxurnar þínar og skyrturnar. Nú fer ég til Vanka,
hann er ólíkt betri en þú!« Hvað er svo við þessu að gera,
þegar svona langt er komið? Nei, það er óttinn einn, sem
dugar. Það þarf að skjóta kvenfólkinu skelk í bringu*.
Á meðan gamli maðurinn talaði, glápti búðarpilturinn ýmisi
á lögmanninn, konuna eða mig, reyndi að láta sem minst