Eimreiðin - 01.07.1931, Side 96
296
KREUTZER-SÓNATAN
eimreidin
sig nær meðan á samræðunni stóð, án þess við tækjum eftir
því. Hann hefur hlotið að verða snortinn af umræðuefninu,
því það var auðséð, að hann var mjög æstur. Blóðið hafði
stigið honum til höfuðs, og það komu eins og krampadrættii"
í kinnvöðvana öðru megin á andlitinu.
»Hverskonar ... ást er svo þetta, sem helgar hjónabandið?*
sagði hann stamandi, eins og hann ætti erfitt um mál.
»Hin sanna ást«, svaraði frúin og reyndi að vera mjúk •
máli, er hún sá hina miklu geðshræringu, sem maðurinn var 1.
»Þar sem þessi ást er fyrir hjá báðum aðilum, þar getur
hjónabandið blessast*.
»]æja, gott og vel, en hvað er átt við, þegar talað er ui«
»sanna ást«?« spurði hann aftur hálfhikandi og reyndi að brosa.
»Það vita þó allir, hvað ástin er«, sagði frúin.
»Eg veit það ekki að minsta kosti, svo þér verðið að skýr3-
hvað þér eigið við«, svaraði hann.
»Hvað ég á við? Það er eins einfalt eins og það getur verið4.
svaraði frúin. En svo kom hik á hana eins og hún færi að
hugsa sig um. »Astin. Hvað ástin sé?« endurtók hún eins og
hún væri að tala við sjálfa sig. »]ú, ást er það að taka ein-
hverja eina mannveru fram yfir allar aðrar«, sagði hún að lokum-
»Að taka einhverja eina fram yfir allar aðrar? En hve
lengi? Mánuð? Nokkra daga? Hálftíma?« sagði gráhærð'
maðurinn, og hló hálf-æðislega.
»Nei, nú eruð þér að fara út í aðra sálma — —«.
»Nei, alls ekki«.
»Frúin á við, að hjónabandið verði um fram alt að grund-
vallast á gagnkvæmri tilfinningu — við getum kallað það ást —
því annars geti ekki verið um neina heilaga sameiningu að
ræða, er geti borið það nafn með réttu«, — greip málfærslu'
maðurinn fram í, og bandaði hendinni til konunnar. — »1 öðrU
lagi á hún við það, að hjónaband, sem ekki sé grundvallað
á þessari gagnkvæmu tilfinningu — við getum kallað það ást
— leggi ekki aðilum á herðar neina siðferðilega skyldu;
Ég vona, að ég hafi skilið yður rétt«, bætti hann við og sneri
sér að frúnni. Þegar hún hneigði sig til samþykkis, hélt hann
áfram: »Loksins ...«.
Taugaveili herramaðurinn leyfði honum ekki að tala út.