Eimreiðin - 01.07.1931, Page 100
300
KREUTZER-SÓNATAN
EIMREIDlN'
III.
Aftur sat ég andspænis Pósdnyschev og vissi ekki hvað eð
ætti að segja. Það var ekki lesbjart, og ég tók því það ráð
að loka augunum og láta sem ég svæfi. Þannig sátum við
þögul, unz staðnæmst var á næstu járnbrautarstöð. Þar fluttu
þau, málfærslumaðurinn og konan, yfir í annan klefa. Höfð'J
þau áður verið búin að tala svo um við lestarþjóninn. Búðar-
pilturinn bjó um sig á legubekknum og var sofnaður áður en
varði. En Pósdnyschev reykti áfram í sífellu og drakk Ie’
sem hann hafði sjálfur búið til, meðan við stóðum við á stöð*
inni. I fyrsta skifti sem ég leit á hann eftir að ég opnaði
augun sagði hann alt í einu hvatskeytslega:
»Vður er kannske illa við að sitja hér með mér, eftir að
þér hafið fengið að vita, hver ég er?«
»Nei, því fer fjarri!«
»Nú, þá drekkið þér ef til vill glas af tei? Það er að vísu
nokkuð sterkt*.
Hann rétti mér glas.
»Svona skraf heyrir maður upp aftur og affur«, hóf hann
máls að nýju, »en ekki er það annað en tóm lýgi«.
»Um hvað eruð þér að tala?« spurði ég.
»Ég er að tala um þetta ástaskraf í fólki. Það brýtur heil'
ann um þessa svokölluðu »ást« og um það, hvað hún se*
Þér ætlið víst ekki að fara að sofa, vænti ég?«
»Nei, alls ekki«.
»Nú, jæja, fyrst svo er ekki, þá gæti ég sagt yður frá þvl»
hvernig það atvikaðist, að þessi sama »ást« kom mér til a^
gera það, sem ég gerði, — ef þér kærið yður þá um a^
hlusta á mig?«
»]á, ef það er yður ekki ógeðfelt að tala um það efni
»Nei, mér er ógeðfeldara að þegja. En þér drekkið ekk>
teið yðar. Er það kannske of sterkt?«
»Teið líktist að vísu fremur öli en tei, en ég tæmdi þ°
glasið. í sama bili kom lestarþjónninn inn í klefann. Pósdnyschev
horfði á hann hatursfullum augum og tók ekki til máls fVr
en lestarþjónninn var farinn út aftur.