Eimreiðin - 01.01.1934, Síða 32
12
ÍSLAND 1933
EIMREIÐI^'
var og unnið nokkuð að Austurlandsveginum, og sömuleiðis
að því að gera Fjarðarheiði bílfæra. Er svo til ætlast að seint
á sumri komanda geti bílar farið alla leið frá Reykjavík til
Seyðisfjarðar og Reyðarfjarðar.
Nýjar símalínur hafa verið lagðar allvíða á árinu sem le*ð.
svo sem: Patreksfjörður — Látravík, Bíldudalur — Selár-
dalur, Víðimýri — Mælifell, Saurbær — Þyrill, Akranes "
Ytri-Hólmur, Gröf í Grundarfirði — Bryggja, Grindavík
Staðarhverfi og Þórköílustaðahverfi, Borgarnes — Dalsmynm
(áleiðis að Búðardal), Húsavík — Breiðamýri og Hríseyjar-
stöðin — Vstibær. — Auk þessa hafa verið lagðir margir
einkasímar.
Þessar símalagningar síðari ára virðast vera í samræmi við
þá skoðun, að hvert býli landsins eigi að fá sinn síma, hversu
afskekt sem það er. En það er aftur í samræmi við þá ríbj'
andi stefnu flokkanna, að flytja skuli öll hin dýru þægindi nu-
tímans út í strjálbýlið, en bygðin skuli á engan hátt laga siS
eftir því, hvar og hvernig þægindin verði ódýrust. — KrepPu'
lánasjóðurinn er efnilegasta afkvæmi eða afleiðing þessarar
hagsýnistefnu — einskonar meðgjöf, uppbót eða ofanálag a
allan hinn beina fjáraustur síðari ára til óarðbærra framkvæmda-
Einn viti var reistur á árinu, á Sauðanesi. Unnið var að
hafnargörðum á Akranesi og Húsavík, lendingargarður hlað'
inn við Arnarstapa og varnargarður við Eyrarbakka ge9n
framburði úr Ölfusá. — Bryggjur voru gerðar í Grindavík o3
Breiðdalsvík. — Við Reykjavíkurhöfn var gerð bátahöfn, með
tveimur bryggjum, uppfyllingu og verbúðum. Sömuleiðis reisti
hafnarsjóður stórhýsi mikið á hafnarbakkanum fyrir skrifstofur
og vörugeymslu.
Mannfjöldi á öllu landinu var í ársbyrjun 1933 sem hér seg>r
(ársbyrjun 1932 í svigum): Alt landið 111.555 (109.844), bar
af kaupstaðirnir samtals 48.340 (46.514) og sýslurnar 63.215
(63.330). Reykjavík hafði 30.565 íbúa (28.847). í árslokin 1933
segir bráðabirgðatalning íbúatölu Reykjavíkur vera um 31.500-
Morfurnar. Þareð árið sem leið hefur að samanlögðu verið
hagstætt, hefur kreppan linað nokkuð á tökunum. Sú visa
verður ekki of oft kveðin, að kreppan hér á landi var alveg
sérstaks eðlis. — Önnur lönd hafa flest mist stóran hluta oí