Eimreiðin - 01.01.1934, Side 57
eimreiðin
Svona var Sæmundur.
i.
Sæmundur hét hann og var einn
okkar þremenninganna, sem vorum
vökufélagar í þrónni.
Síldarþróin var ekkert smásmíði um
sig. Hún gat rúmað yfir þrjátíu þúsund
mál. En síldarþró, umlukt tveggja
metra háum steinvegg á þrjá vegu
og verksmiðjuhlið á hinn fjórða, getur
stundum orðið þröng um sig, þó að
stór sé og jafnvel þótt ekki sé mikið
af síld í henni. — — Hún getur orðið þröng þeim mönnum,
aka síldinni í hjólbörum að lyftivélinni, jafnt og þétt
s°larhringana út, með nokkurra klukkustunda millibili. Hún
9°tur orðið þeim alt of þröng, en hún getur líka orðið þeim
n°9U víð, alt eftir því hversu mikið lag þeir hafa á því að
samrýmast umhverfinu og halda sínu góða skapi, hvernig sem
alt veltur.
Stundum skín sólin. Þá er fremur þrifalegt í þrónni, eftir
sem um er að gera á slíkum stað. Verkamennirnir geta
Unn'ð léttklæddir og eiga auðvelt með að hafa undan lyftivél-
'nni- En stundum er líka rigning og hvassviðri. Þá er þróin
^ður þokkaleg vistarvera og óhægur vinnustaður. Regnvatnið
°8 síldargrúturinn flæða um alt. Verkamennirnir verða að
Vlnna í hlífarfötum, en verða holdvotir samt, því að hér er
ekkert sem heldur. Góðar hlífar geta lengi haldið vatninu
einn. en engar hlífar halda vatni og síldargrút til samans,
minsta kosti ekki til lengdar.
Qólfið í þrónni verður svo sleipt, að ilt er að fóta sig.
. enn moka upp í hjólbörurnar sínar, stinga kvíslinni á odda
1 s'ldarbinginn, beygja sig niður, taka upp kjálkana, rétta sig
UPP og ýta svo börunum á undan sér. En þegar þeir spyrna
til að komast af stað, renna fæturnir viðnámslaust aftur
Böðvar frá Hnifsdal.