Eimreiðin - 01.01.1934, Qupperneq 58
38
SVONA VAR SÆMUNDUR
EIMREIÐIN
undan þeim. Hvað eftir annað verða þeir að taka á til að
komast úr sporunum, og þeir mega hafa sig alla við að detta
ekki áfram, þegar þeim skrika fætur. Þegar svona stendur á,
er vinnan bæði erfið og leiðinleg. Menn tala ekki hver við
annan. Þeir hafa engan tíma til þess og heldur enga löngun.
Þeir bara moka upp í hjólbörurnar, aka þeim að lyftivélinni,
aka þeim til baka, fylla þær á ný, og svo koll af kolli. Menn
komast í vont skap, og það er ekki nema eðlilegt. Menn
komast alt af í vont skap, þegar þeir leggja fram mikið erfiði,
en sjá lítinn eða engan árangur. Hvernig sem þeir hamast,
gera þeir ekki betur en að hafa við. Reykingamennirnir geta
ekki fengið sér reyk, því að bæði vindlingarnir og eldspýf'
urnar, sem þeir bera á sér, hafa blotnað. Neftóbaksmennirnir
geta því aðeins fengið sér í nefið, að þeir hafi tóbakið í
pontum eða hornum og geti stútað sig á því, sem kallað er.
Þeir, sem munntóbak nota, eru þarna bezt settir, því að þeir
geta haft rullustykki í höfuðfatinu, sem þeir taka svo ofan til
að fá sér tuggu. Auðvitað krympa þeir sér ekki, þótt eitthvað
sé af vatni eða grút með. Sumum finst þetta nú ef til vill
lítilfjörlegt aukaatriði, hvort menn geti komið við tóbaksnotkun
eða ekki. Þeir hinir sömu ættu bara að reyna slíkar að-
stæður. Þeir myndu fljótt sanna, að í svona vinnu er tóbakið
fyrsti og síðasti bjargvættur verkamannanna. Hafi þeir tóbak,
geta þeir sætt sig við að vinna í sex klukkustundir, án þess
að fá vott eða þurt, — geta sætt sig við að finna regnvatnið
og síldargrútinn hripa inn úr gegndrepa hlífunum og seytla
niður eftir líkamanum. En vanti þá tóbak, segja öll þessi
óþægindi til sín á eftirminnilegan hátt. Þá verða þeir ergilegir
út í tilveruna, eins og hún birtist þeim þarna niðri í þrónni,
í rigningunni og illviðrinu. Þeir bölva þessum samastað og óska
þess, að atvinnurekendurnir, sem eiga þessa síldarbræðslustöð,
væru sjálfir komnir niður í þróna og ættu að vinna þar sem
hverjir aðrir óbreyttir verkamenn. Þeir vissu þá hvað það væri.
II.
Við, vökufélagar Sæmundar, kölluðum hann ýmist Sæmund
viljablóð eða Sæmund sóða, eftir því hvernig á okkur la.
Bæði nöfnin átti hann fyllilega skilið.