Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1934, Page 59

Eimreiðin - 01.01.1934, Page 59
^'MREIÐIN SVONA VAR SÆMUNDUR 39 Sæmundur vann alt af í skorpu, hvort sem mikið lá við eða ekki. Alt af var hann löðrandi í svita og alt af þurkaði hann sér á treyjuerminni, hvernig sem hún var útlítandi. Vfirvararskeggið lét hann vaxa, en hitt rakaði hann á þriggja vikna fresti. Munntóbaksmaður var hann mikill, og bar skegg hans þess jafnan vott, því að tóbakssósan lak út um munn- ^ikin og niður hökuna. Þótt Sæmundur væri maður meira en fniðaldra, var hann alt af kátur og skemtilegur. Það kjaftaði á honum hver tuska og hló á honum hver einasti andlitsvöðvi, begar vel lá á honum, sem oftast var. Vitaskuld gat legið ttnsmunandi vel á honum, en aldrei illa. Hann kippti sér heldur ekki upp við smámuni, enda kom það sér betur, því að oft varð hann fyrir gáskabarðinu á okkur, hinum yngri og 0rðhvatari liðsmönnum vökusveitarinnar. Ekki var Sæmundur Sreindur, og er það meðal annars til marks, að þrátt fyrir a"an hans dugnað gekk ekki meira undan honum en hverjum °ðrum meðalmanni. Vann hann æ meira af striti en viti. Ekki var honum um óþarfa dútl og snúninga, eins og t. d. hað að fara úr yztu grútarlörfunum og þvo sér, áður en hann 9engi í matskála til snæðings. Einu sinni í vökulok fórum við beint úr þrónni og unnum aukavinnu í kolum. Blandaðist nú kolarykið saman við síldar- 9rútinn í fötum okkar, hári og hörundi, svo að við vorum engum menskum mönnum líkir, þegar mátmálstími kom. Þegar komum að skálanum og mættum félögum okkar, sem hvorki höfðu komið í þróna né í kolin, blöskraði þeim hversu óþrifalega við litum út, og létu þeir sér þó ekki alt fyrir briósti brenna í því efni. Þeir hópuðust utan um okkur og s°gðu á sínu kröftuga en ófágaða máli, að svona mættum við andskotann ekki koma inn að borða. Og þeir létu fylgja nokkur vel valin, en óprenthæf orð — um útlit okkar og s>ðmenningu yfir höfuð að tala. Við svöruðum auðvitað í Sanra tón. Við sögðum þeim að fara norður og niður til sinna eilífu forsmánar heimkynna, hvar þeirra upphaf og endir væri ^Vrir löngu innritað í handbók landsstjórans. Þeir sundur- *öðkuðu þorskhausar hefðu mátt vita, að okkur hefði aldrei d°ttið í hug að fara inn, fyr en við værum búnir að þvo okkur °- s- frv. Sú athöfn tók okkur nákvæmlega fimtán mínútur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.