Eimreiðin - 01.01.1934, Qupperneq 59
^'MREIÐIN
SVONA VAR SÆMUNDUR
39
Sæmundur vann alt af í skorpu, hvort sem mikið lá við
eða ekki. Alt af var hann löðrandi í svita og alt af þurkaði
hann sér á treyjuerminni, hvernig sem hún var útlítandi.
Vfirvararskeggið lét hann vaxa, en hitt rakaði hann á þriggja
vikna fresti. Munntóbaksmaður var hann mikill, og bar skegg
hans þess jafnan vott, því að tóbakssósan lak út um munn-
^ikin og niður hökuna. Þótt Sæmundur væri maður meira en
fniðaldra, var hann alt af kátur og skemtilegur. Það kjaftaði á
honum hver tuska og hló á honum hver einasti andlitsvöðvi,
begar vel lá á honum, sem oftast var. Vitaskuld gat legið
ttnsmunandi vel á honum, en aldrei illa. Hann kippti sér
heldur ekki upp við smámuni, enda kom það sér betur, því
að oft varð hann fyrir gáskabarðinu á okkur, hinum yngri og
0rðhvatari liðsmönnum vökusveitarinnar. Ekki var Sæmundur
Sreindur, og er það meðal annars til marks, að þrátt fyrir
a"an hans dugnað gekk ekki meira undan honum en hverjum
°ðrum meðalmanni. Vann hann æ meira af striti en viti.
Ekki var honum um óþarfa dútl og snúninga, eins og t. d.
hað að fara úr yztu grútarlörfunum og þvo sér, áður en hann
9engi í matskála til snæðings.
Einu sinni í vökulok fórum við beint úr þrónni og unnum
aukavinnu í kolum. Blandaðist nú kolarykið saman við síldar-
9rútinn í fötum okkar, hári og hörundi, svo að við vorum
engum menskum mönnum líkir, þegar mátmálstími kom. Þegar
komum að skálanum og mættum félögum okkar, sem
hvorki höfðu komið í þróna né í kolin, blöskraði þeim hversu
óþrifalega við litum út, og létu þeir sér þó ekki alt fyrir
briósti brenna í því efni. Þeir hópuðust utan um okkur og
s°gðu á sínu kröftuga en ófágaða máli, að svona mættum við
andskotann ekki koma inn að borða. Og þeir létu fylgja
nokkur vel valin, en óprenthæf orð — um útlit okkar og
s>ðmenningu yfir höfuð að tala. Við svöruðum auðvitað í
Sanra tón. Við sögðum þeim að fara norður og niður til sinna
eilífu forsmánar heimkynna, hvar þeirra upphaf og endir væri
^Vrir löngu innritað í handbók landsstjórans. Þeir sundur-
*öðkuðu þorskhausar hefðu mátt vita, að okkur hefði aldrei
d°ttið í hug að fara inn, fyr en við værum búnir að þvo okkur
°- s- frv. Sú athöfn tók okkur nákvæmlega fimtán mínútur