Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 67
E'MREIÐIN
MAKROKOSMOS
47
einnig, meðal annars vegna þess mikla valds, sem maðurinn
^efur náð á náttúruöflunum, ef rannsóknir síðustu ára á hin-
1,111 miklu geimdjúpum umhverfis vora örlitlu jörð, hefðu ekki
0rðið til að sýna, með enn meiri skýrleik en áður var sýnt,
StI1æð vor mannanna og hvað vér erum afskaplega langt frá
a^ botna nokkuð að ráði í tilverunni. Það er þá fyrst frá að
Se9Ía, að enn í dag vitum vér sama sem ekkert um hvernig
Ver erum komin á þessa jörð, hvaðan vér komum og hvers
Ve9na. Vér vitum heldur ekkert um hvort vér erum í raun
°9 veru æðsta skepna jarðarinnar — og því síður stjörnu-
9eimsins. Vér vitum um sum dýr, sem í vissum greinum
sÍ3nda oss framar. Og getur ekki vel verið að aðrar vitsmuna-
Verni', oss mönnunum miklu fremri, séu á öðrum bólum í
9eimnum? Á þessa spurningu rekst maður nú oft og einatt í
r®ðu og riti. Hún er eðlilega fram komin samfara þeirri
miklu auknu þekkingu, sem orðið hefur síðustu árin í stjörnu-
fræði, eðlisfræði, líffræði og öðrum skyldum vísindagreinum.
Fátt er það, sem vakið hefur hjá mönnunum meiri lotn-
ln9u og aðdáun en alstirndur himinn, og snemma tóku menn
veita þeirri furðusýn athygli. Með berum augum sjáum vér
Uln heiðskír vetrarkvöld ótölulegan grúa af stjörnum. Þær eru
^reifðar um alt himinhvolfið, en ákaflega misþétt. Mjög snemma
a öldum höfðu menn veitt því eftirtekt, að nokkrar af þessum
suörnum breyttu stöðugt afstöðu sinni hver til annarar, en
allur fjöldinn var jafnan í óbreyttri afstöðu, og hefur svo verið
ra bví að sögur hófust. Þessi hálfa tylft eða þar um bil,
sem sífelt er í breytilegri afstöðu, eru reikistjörnur nefndar,
>nar fastastjörnur. Reikistjörnurnar mynda sólkerfi vort, sem
allað er. Þær eru, eins og kunnugt er, níu, auk smástirnanna
m,I*i Marz og Júpíters, þ. e. Merkúríus næst sólu, þá Venus,
l°rÖin, Marz, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og loks
*útó. Vér skulum nú athuga í stuttu máli hvað vitað
er um þessar stjörnur — auk smástirnanna. Fjórar fyrstu
re>kistjörnurnar næst sólu eru kallaðar minni pláneturnar,
þar næstu fjórar stærri pláneturnar, en um yztu
sfjörnu sólkerfisins, Plútó, sem fanst fyrir þrem árum, vitum
Ver ekkert annað en það, að hún er lítil, líklega minni en
l0rðin og um 40 sinnum lengra frá sólu en jörðin. Hvort