Eimreiðin - 01.01.1934, Side 68
48
MAKROKOSMOS
EIMREIÐIN
fleiri reikistjörnur eru utan við Piútó, vitum vér ekkert um.
en sumir stjörnufræðingar halda að svo sé. Braut Plútós um
sólu er svo löng, að hann er 248 jarðarár að fara hana.
Arið á Neptúnusi er 164 jarðarár, á Úranusi 84, Satúrnusi
29, Júpíter næstum 12, Marz næstum 2, Venusi 7 J/2 mánuður
og á Merkúríusi aðeins 3 mánuðir. Litrófsrannsóknir hafa
sannað, að sömu frumefnin eru í öllum reikistjörnum eins oð
eru hér á jörðunni.
Hvað vitum vér svo meira um þessa nágranna vora 1
geimnum? Vér vitum að smástirnin milli Marz og Júpíters
eru að líkindum Ieifar af hnetti, sem einhverntíma hefur haett
sér of nálægt Júpíter og við það sundrast í mola. Vér vitum
líka að auk tungls þess, sem jörðunni fylgir, og allir kannast
við, hefur Marz 2 tungl, Júpíter 9, Satúrnus 9, Úranus 4 og
Neptúnus 1. Ennfremur telja menn að hringar Satúrnusar
hafi eitt sinn verið tungl, en sundrast við að koma of nálæst
móðurhnettinum. Svipaðrar sundrunar er að vænta um eitt af
tunglum Júpíters nú í náinni framtíð, að því er stjörnufraeð'
ingar telja. En náin framtíð á máli stjörnufræðinnar tekur yfir
svo sem miljón ára, svo ekki þurfum vér, sem nú lifum hér,
að óttast óþægindi af þeirri sprengingu. Vér vitum að sjálf'
sögðu margt fleira um reikistjörnurnar, en það sem mesfu
máli skiftir hér er að vita, hvort líf muni vera nokkursstaðar
innan vors sólkerfis, nema hér á jörðunni. Það er því fróð'
legt að heyra hvað höfundur fyrnefndrar bókar álítur um
þetta atriði.
Um líf á Merkúríusi getur ekki verið að ræða. Þessi stjarna
er ekki nema um 58 milj. kílómetra frá sólu, og hitinn þar
er því alt of mikill til þess, að nokkurt líf geti myndast þaf-
Málmar, eins og blý, tin og bismuth, eru þar eingöngu til 1
fljótandi ástandi. Svo er hitinn mikill — eða sem svarar yf,r
300° C. Á Venusi eru skilyrðin fyrir lífi betri. Þar er gufu-
hvolf, en súrefni af harla skornum skamti. Ef líf er á Venusi,
er það eingöngu vatnalíf. Énn sem komið er hefur ekki fund-
ist nokkur snefill af sönnun fyrir lífi á þessari reikistjörnu,
enda hefur aldrei gefist kostur á að athuga yfirborð hennar,
þar sem það er jafnan skýjum hulið. Þá er komið að jarð-
stjörnunni Marz. En síðan fyrst var farið að svipast að Hh