Eimreiðin - 01.01.1934, Side 76
56
MAKROKOSMOS
EIMREIÐIN
bláa Ijóssins, tekur við óendanleg röð af sífelt styttri bylgjumf
mældum í »Angström«, en 1 Angström er Vioo,000,000 úr
sentimetra. Fyrst taka við útfjólubláu geislarnir, þá X-geisl-
arnir svonefndu, með bylgjulengdinni 136 til 1,4 Angströnv
þá gamma-geislarnir og loks geimgeislar þeir, nýlega fundnuv
sem eiga upptök sín einhversstaðar úti í djúpum geimsins.
Vér sjáum því, að til er óendanlegur fjöldi af rafsegulbylgjuuir
sem vér vitum annars ekkert eða sama sem ekkert um. Vér
mennirnir vitum ekki hvernig á að starfa á þessum bylgjunt
og erum enn þá alt of miklir þykkskinnungar til að skilja>
þó að verið væri að senda einhver skeyti á þeim utan ur
geimnum. En Maxim heldur, að ef nokkurn tíma á að takast
að vinna verðlaun þau, sem Pierre Gusmann hét árið 1893
þeim manni, sem fyrstur yrði til að senda skeyti íbúum ann-
ars hnattar og taka við skeyti þaðan aftur, þá verði þa®
radíó-fræðin, sem leysi þá miklu þraut.
Og þó er ein geysimikil hindrun í vegi fyrir því, að þed3
geti orðið, og sú hindrun er stjörnufjarlægðirnar. Næsta fasta-
stjarna fyrir utan vort sólkerfi er um 4 1/4 Ijósár í burtu.
Enda þótt fylgihnettir með lifandi verum væru um þessa
fastastjörnu, þá mundi skeyti milli þeirra og jarðar vera 4 ’/4
ár á leiðinni. Skeyti fram og til baka mundi því verða 8 V-
ár á leiðinni. Fjarlægð nokkurra hinna bezt þektu fastastjarna
frá jörðu er enn meiri. Þannig er Sirius í 8,6 Ijósára fjarlægð*
Vega í 26, Arcturus í 41, Betelgeuse í 200, Antares í 380
og Rigel í 500 Ijósára fjarlægð. Líkurnar fyrir sambandi við
aðrar stjörnur, fyrir milligöngu rafsegulbylgjanna eða Ijóssins*
eru því litlar, þar sem Ijósið fer ekki nema 300,000 kílómetra
á sekúndu, Menn þekkja ekkert enn, sem fer hraðara en
Ijósið, og Maxim telur mjög litlar líkur til að svo verði. Til'
raunirnar til að koma á sambandinu yrðu því fyrst og frems
að beinast að jarðstjörnunni Marz.
Dr. Helgi Péturss hefur í ritum sínum, »Nýal« og »Ennýal‘>
svo og í ritgerðum í blöðum og tímaritum, svo sem her 1
»Eimreiðinni«, gert grein fyrir skoðun sinni á því, hverniS
sambandi milli hnatta sé komið á og megi verða fyrir 11
geislan og magnan, sem hann nefnir svo. Hann hefur f®r
líkur að því, að lífgeislan eigi sér í raun og veru stað,