Eimreiðin - 01.01.1934, Síða 82
62
MÓÐURBRJÓST
EIMREIÐirf
Þau ganga til baðstofu. Og er inn er komið, segir Sveinn-
»]æja, einu sinni kemur þú þó í Grænuhlíð. En hví eru
systur þínar ekki með?«
»Signý er nú gift, eins og þú veizt, og fjölgunarvon h)a
henni. En Ása sagðist þurfa að sjá um heimilið*.
»Er það svo stórt, þegar þið hinar eruð gengnar fra-*
segir Sveinn. Hann gengur að glugga á austurhlið og horfif
þögull út um stund. Snýr sér svo að Helgu og segir:
»Hvað er að frétta úr kaupstaðnum? Uppþot hjá ykkuf
nýlega, heyri ég sagt?«
»]æja. Lítilsháttar var það. — Það kom skip með vÖru-
slatta til kaupfélagsins og nokkrir sveitamenn um leið, sem
buðust til að vinna að uppskipun fyrir lægra kaup en okkar
kauptaxti ákveður. Og svo varð þjark út af þessu«.
»Og þið stöðvuðuð vinnuna?*
»]á. Skipið ætlaði að fara óafgreitt. Og þá létu hinir
undan«.
»Sýnist ykkur nú, að afurðir sveitabúanna — sem erU
okkar vinnulaun — séu í svo háu verði, að það réttlæti þessa
frammistöðu ykkar. Auðvitað fáum við þá minna fyrir okkar
afurðir, okkar vinnu, því meiri kostnaður sem á hina útlendn
vöru fellur«.
»Við berjumst fyrir okkar tilveru. Og á það er að Hta> a
ef kaupinu er einu sinni komið niður úr okkar ákveðna taxta>
er vonlítið um að hækka það aftur og halda taxtanum í gil^1*'
Sveinn svarar ekki.
»Það getur vel verið, að þið bændur berið lítið úr býtum
nú í kreppunni. En þið ættuð ekki að byggja tilveru ykkar
á því að þrýsta niður kaupgjaldi við sjóinn. Það er ekki o
mikið handa okkur, sem þar erum«.
»]æja. Stundum fara einhleypir menn héðan úr sveit 1
þorpið ykkar, vinna þar fyrir miklu hærra kaup en við bændur
getum borgað og eyða því svo í reykingar og annað óho >
svo að ekki sér eyri eftir. Skyldi ekki vera eins gott
betra — fyrir alla, að þessir menn ynni í sveitinni fyrir læS^3
kaup og héldu því betur saman? Og skyldi ekki mega seg)a
eitthvað líkt um ýmsa þorpsbúa? — Þeir græða engu síður
sumir, er heima sitja við lága kaupið*.