Eimreiðin - 01.01.1934, Page 84
64
MÓÐURBRJÓST
eimreiðiN
verulegar umbætur sé að ræða. En ég vil að hugsað sé á
undan framkvæmdum vel og vandlega. Er með öðrum orðum
sagt íhaldsmaður.
En samt sem áður get ég vel sætt mig við ýmislegt i
kenningum ykkar kommúnista; finst ég þekkja þar ýmislegt
kunnugt frá því, sem við höfum kallað kristindóm og mer
hefur þótt mest um vert. Ég held t. d. að ég gæti vel saett
mig við einhverskonar samyrkjufélagsskap, þó með talsverðu
sameignarsniði væri. En þó tæplega með öðru móti en þui>
að ég hefði jafnframt sérstakt heimili — og helzt við fja"
eða heiði. Ætti sérstaklega nokkrar skepnur, er ég gæti að
meira leyti séð um sjálfur — og tök á því að ganga, er mer
sýndist, á brekkubrún og horfa yfir — landið, og það, sein
er að gerast og gróa í sveitinni*.
Sveinn, er hefur setið um stund, stendur nú aftur upP>
gengur að glugganum og horfir út. Þegir um hríð, en snyr
sér svo að Helgu og segir:
»Hvað heldurðu að það sé, sem jörðin minnir mig á uiu
•heiðrík sumarkvöld, þegar sól er að hníga til viðar, fuglar
hljóðna einn af öðrum og aðeins árniðurinn heyrist að lokuiu>
eins og rólegur andardráttur? Hún minnir mig á móðurbrjóst*-
»Móðurbrjóst?« Helga lítur á Svein stórum augum. Og
skyndilega verður henni ljóst hvað það er, sem hún heitast
þráir og hefur þráð: Að vera lifandi veru móðurbrjóst.
Var það skyldleiki hennar við jörðina, er sagði þanmS
til sín? — —
Og í huga hennar óma orðin, sem töluð voru yfir Srot
móður hennar fyrir mörgum árum: »Af mold ertu konun-
Og að mold skaltu aftur verða«. — —
Svanir flugu við heiðarbrún. Og inn um gluggann barst
álftakvak.
Og hún minnist orða skáldsins: »Ómur af lögum og t>rot
af brögum ... af hljómgrunni hugans vakna*.
Ef til vill varð ekki alt að mold. Ef til vill var eitthvað t'
— ómur af lögum og brot af brögum — sem lifði. Steig 11
himins og lifði.
Sigurjón Friðjónsson.