Eimreiðin - 01.01.1934, Side 94
74
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIÐIN
Dumb-Óli var röskur meðalmaður að vexti, en samanrekinn
í herðum, og handleggirnir óvenju kraftalegir. Hann var ljos
á brún og brá, en veðurbitinn og barkaður. Hárið ljósgult a
lit, en toppurinn í enninu orðinn upplitaður og hörbleikur.
Augun voru vatnsblá, og svipurinn allur einkar góðmannlegur-
En um munninn voru djúpir drættir og fastir, ef vel var að
gáð, og lýstu einbeitni og viljafestu. Hann var maður stiltur
vel og fáorður, eins og að líkindum lætur, en hugsaði eflaust
allmikið meira en margur sá, er málugri var.
Inni fyrir í kofanum voru allir félagar okkar komnir.
Lárus úr Nýjagarði, verkstjórinn, var að bisa við arineldinn-
Siggi og Nonni, unglingspiltar, bræður Dumb-Óla, höfð1!
fleygt sér niður á hrísfletið inni við þvervegginn. A stórri
rótarhnyðju fyrir framan eldinn sat Höskuldur gamli bjarna-
bani og saxaði rullupísa í lófa sínum með slíðruhnífnum, tróð
svo tóbakinu í pípu sína með mestu gætni og vandvirkni, tók
með berum fingrum glóð úr eldinum og lagði ofan á pípunn-
Saug hann svo í ákafa, tottaði og saug af krafti, þangað <>j
loksins tók að sviðna undan glóðinni og rjúka. Blés þá Hösk>
gamli blágráum reykjarstrokum út úr sér, rétti úr bakin».
dæsti ánægjulega og strauk hnén.
Höskuldur frá Stöðli, Höskuldur bjarnabani eða »Hösk>
gamli*, eins og hann venjulega var kallaður, var hár maður
vexti og limalangur, grannholda og beinaber, toginleitur >
andliti og skarpleitur og lágu kinnbeinin hátt, hakan breið
og Iöng og þver fyrir. Skolbrúnn var hann á hár og skegS'
laus, augnabrúnirnar miklar, og lágu augun djúpt. Hafði and'
litið alt þetta sérkennilega ferstrenda lag, sem einkenn>r
marga dalbúa af fornu kyni. Svipurinn var í senn karlmann-
lega stillilegur og góðmannlegur, enda var Höski gamli jafn'
geðja með afbrigðum og rólyndur. Fremur var hann þur a
manninn við fyrstu viðkynningu, en allskrafhreyfinn og r^ð'
inn, þegar Iosna tók um tungubandið. Stirt var honum url1
mál til að byrja með, eins og fjallamönnum er títt, sem fara
mikið einförum. Komu þá orðin slitrótt og sundurlaust. En
smámsaman jókst skriðurinn. Ræða hans var að vísu ring)01
nokkuð og rykkjótt, eins og íslenzkur rímnakveðskapur, ett