Eimreiðin - 01.01.1934, Side 103
ElMREIDIN
Á DÆLAMÝRUM
83
^ið hlustuðum góða stund, unz hljóðið hvarf norðaustur frá
hofanum. Þá reis ég snögt upp og sagði við hina:
»Nú göngum við út, piltar, og Iítum á vegsummerkin og
iökum ljós með okkur*.
*Það tekur því ekki«, mælti Höski gamli. »Þú sérð ekkert
nema þú sért þá bráðskygn, og þess hef ég ekki orðið var
tenna tíma, sem við höfum verið saman«.
*Nei, skygn er ég ekki, en samt vil ég nú líta út, áður en
við leggjumst út af aftur. Komið þið nú með, piltar!«
Nonni kveikti á stórri þyrispík1) á arninum og hélt á henni
1 hendinni. Við gengum svo allir út. Engin sáust vegsummerki
Vjð dyr né í anddyri. (Jtidyrahurðin var lokuð og lokart óhreyfð.
Uh fyrir var sama lognið og myrkrið og áður. Við gengum í
kringum kofann og lýstum vendilega. En hvergi sáust nein
sP°r né önnur vegsummerki, nema gamla slóðin okkar sunnan
hofadyrunum.
Langt norðaustan af víðáttunum kvað alt í einu við langt
°9 skerandi vein, sem smaug gegnum merg og bein. Gersam-
^f9a ólíkt öllu hljóði, er ég hef nokkurntíma heyrt. Ég sá í
liósbjarmanum, að strákarnir báðir hvítnuðu í framan, en létu
á engu bera. Sjálfur fann ég greinilega, hvernig þetta ein-
hannilega hljóð smaug milli skinns og hörunds, eins og væri
köldum fingrum strokið niður eftir bakinu á mér.
Við heyrðum ekkert frekar og sáum ekkert. En myrkrið
Vafðist fast að okkur og straukst við okkur, eins og svartir
vængir.
»Þá er víst bezt að hypja sig inn aftur og halla sér út af«,
Höski gamli rólega. »Héðan af fáum við víst að sofa
1 fnði í nótt«.
»Ætli nú það«, sagði ég á leiðinni inn. »Ég er nú farinn
halda, að kofinn sá arna sé stoppfullur af einhverju miður
shemtilegu. Mig hefur lengi órað fyrir því, frá því ég kom
ln9að fyrst. En nú er ég alveg viss um það! — Hvað hefur
annars gengið hér á í þessum kofaskratta fyr á árum?«
!) Þyrispík
*°*u stað.
er
flís úr feitum gömlum furuviði. Var áður notuð í
Höf.