Eimreiðin - 01.04.1934, Qupperneq 76
172
MAÐURINN FRÁ SAN FRANCISCO eimreiðiN
var með ofurlítinn, flaðrandi, snoðinn kjölturakka í siIfurfestJ
við hlið sér og masaði við hann í sífellu. Dóttirin varð hálf'
vandræðaleg og forðaðist að líta á föður sinn.
Eins og allir Ameríkumenn var maðurinn frá San Fran-
cisco ör á fé í ferðalögum. Og eins og þeir allir trúði hann
í blindni á einlægni og velvilja þeirra, sem færðu honum að
éta og drekka, þjónuðu honum frá morgni til kvölds, ga*u
sér til um allar hans óskir, vöktu yfir þrifnaði hans og hvíld'
um, báru föggur hans, útveguðu honum aðstoð og fluttu ferða-
kisturnar hans á gistihúsin. Þannig var þetta alstaðar, þanmS
var það á sjóferðinni, þannig hlaut það að vera í Neapel>
sem nú færðist óðum nær. Hljómsveitin hafði safnast saroaU
á þiljum uppi, og glampaði fagurlega á hljóðfærin. Nú dundi
við sigurmarzinn, svo allir fengu hellu fyrir eyrun. Skipstjof'
inn risavaxni birtist í fullum skrúða á stjórnpalli og veifcð’
mildilega hendinni til farþeganna í kveðjuskyni, eins og
gjarnt, heiðið skurðgoð. Og manninum frá San Francisco
fanst, — eins og hinum farþegunum, hverjum um sig, fanSí
líka — að sigurmarzinn mikli, sem hin volduga Ameríka dáðJ
svo mjög, væri spilaður til lofs og dýrðar fyrir hann einan-
Fyrir hann einan veifaði skipstjórinn til þess að óska honum
til hamingju, komnum heilum í höfn. Þegar svo Atlantis loks
skreið inn í höfnina og rendi langþreyttum skrokknum npP
að bryggjunni, fullri af forvitnum áhorfendum, og landgöngU'
brýrnar tóku að braka, þá varð ekki þverfótað fyrir burðai"
körlum og borðalögðum þjónum, allskonar umsjónarmönnuro.
blístrandi strákum og áleitnum ræflum með póstkortapakka >
fanginu, sem allir ruddust áfram til þess að bjóða manninuna
frá San Francisco aðstoð sína! En hann brosti bara fyrirl^'
lega að ræflunum um leið og hann gekk út í bílinn, sero
flutti hann til gistihússins, þar sem prinsinn mundi að öllun1
líkindum setjast að einnig. Og svo skipaði maðurinn frá San
Francisco rólega en ákveðið: Af stað nú! Áfram!
í Neapel liðu dagarnir eftir fastri áætlun. Árla var etinn
morgunverður í borðsalnum, áður en fullbjart var orðið, en
inn um gluggana, sem sneru út að steingirðingu að húsabaki.
streymdi svalt loftið. Veðurútlitið var ekki gott. Loftið var
skýjað. En fjöldi leiðsögumanna beið við dyrnar og í forsaln