Eimreiðin - 01.04.1934, Qupperneq 80
176
MAÐURINN FRÁ SAN FRANCISCO eimREI£»n
einhversstaðar grét barn hástöfum, eins og væri verið a^
gera út af við það. Rakur vindurinn blés um gangana, °S
með honum bárust hróp frá veltandi báti, með flaggve^u
/?opa/-gistihússins á stöng; náunginn í bátnum hrópaði meö
afbökuðu frönsku kverkhljóði, án afláts: »Rrroy-al! Hóte1
Rrroy-all* og hugðist með þessu lokka farþegana í land með
sér. — Það þyrmdi yfir manninn frá San Francisco, eins oS
ellin legðist þungt á hann, sem og vel gat verið, og hann
hugsaði með angist og óbeit til allra hinna mörgu gistihúsa,
hvort sem þau hétu nú »RoyaU, »Splendid«, »Excelsior« eða
eitthvað annað. Og hann hugsaði með óbeit til allra þessara
gráðugu, auðvirðilegu, daunillu ítala, sem hvergi varð þwer'
fótað fyrir. Eitt sinn, er skipið staðnæmdist, opnaði hann
augun, reis upp og sá, út um ljórann, uppi undir klettabelti
á ströndinni, svo aumkunarleg hreysi á víð og dreif innan
um báta, allskonar rusl, svo sem barkalituð fiskinet og tómar
tinkrukkur, að hann fyltist örvæntingu af að hugsa til þesS’
að þarna væri nú sjálft landið Ítalía, þetta land, sem hann
var kominn til að sjá og gleðjast yfir . .. Undir myrkrið sást
loks til eyjunnar; hún var til að sjá eins og svört dyngja, °ð
litlu rauðu Ijósin skinu eins og augu í gegnum hana niör’
við sjávarmálið. Vindinn lægði og veðrið hlýnaði, en ilm
úr landi. Frá ljóskerunum við höfnina lagði birtuna út yf'r
dökkar olíulitar kvikurnar. Ljósrákirnar líktust gyltum r*sa
slöngum, þar sem þær liðuðust eftir öldunum . . . Nú
alt í einu varpað akkerum, svo skvampaði hátt í sjónum, en
hávær köllin í bátsmönnunum glumdu úr öllum áttum.
létti yfir öllu. Rafljósin í klefunum urðu skærari, og menn
fundu samstundis til löngunar í að éta, drekka, reykja °ð
hreyfa sig . . . Tíu mínútum síðar steig fjölskyldan frá San
Francisco í stóran bát. Efíir fjórðung stundar var hún kom>n
í land á steinbryggjunni og sezt inn í einn uppljómaða 1*‘3
vagninn á sporbrautinni. Síðan var ekið upp brekkuna frarn
hjá vínviðargörðunum og döggvotum appelsínutrjánum • •
Angan jarðarinnar á Ítalíu er aldrei sætari en eftir rignin9u'
og hver eyja þar hefur sinn sérstaka gróðurilm. ,
Það var næturdögg og myrkur yfir eynni Capri þetta kvó
Sem snöggvast birtist þó líf og ljós hér og hvar um eVna’