Eimreiðin - 01.04.1934, Page 88
184 MAÐURINN FRÁ SAN FRANCISCO EiMREiÐiN
Gestgjafinn kom inn >Gia e morto!*1) hvíslaði læknirinn
honum. Gestgjafinn ypti öxlum, eins og honum kæmi það ekki
við. Þegar konan leit upp, streymdu tárin niður eftir kinnuifl
hennar. Hún bað hikandi um að fara með hinn látna inn 1
hans eigið herbergi.
»Nei, nei, frú, það er alveg ómögulegt*, sagði gestgjafi*1*1
fljótmæltur, kurteislega, en kuldalega og ekki á ensku helduf
frönsku. Honum stóð nú á sama um þá litlu upphæð, sem
koma mundi í pyngju hans frá fólkinu frá San Francisco.
bætti hann því við til skýringar, að herbergi þeirra væru ser
tekjumestu herbergin í húsinu, og ef hann Iéti að orðuiu
hennar, mundi fregnin berast út um alla Capri, og enginn svo
fást til að taka herbergin síðar.
Dóttirin, sem hafði horft á hann hálfutan við sig, lét uu
fallast á stól og grét með vasaklútinn fyrir andlitinu. Konan
hætti að gráta, og augu hennar leiftruðu af reiði. Hún haekk'
aði röddina og talaði sitt eigið móðurmál. Henni var ómöSu'
legt að trúa því, að virðingin fyrir þeim væri alt í einu horf'
in út í veður og vind. Gestgjafinn greip kurteislega, en Þ°
gramur, fram í fyrir henni: »Ef frúin getur ekki sætt sig
reglur hótelsins, þá mun ég ekki halda í hana«. Svo bæd1
hann því við skýrt og ákveðið, að það yrði að flytja lík1^
burt fyrir dögun. Lögreglunni hafði þegar verið gert aðvar*>
fulltrúi hins opinbera mundi koma innan stundar til þess a^
taka lögboðna skýrslu. »Er ómögulegt að fá einfalda líkkistu
hingað?* spurði frúin. Ómögulegt! Og enginn tími til þess a^
smíða hana. Það yrði að gerast annarsstaðar. ]ú, ensku
gosdrykkina fengju þeir í stórum, sterkum kössum — og e
hólfin úr einum þeirra væru tekin . . .
Alt var komið í kyrð og ró á gistihúsinu. Glugginn á her-
bergi nr. 43 var opinn. Hann sneri út að garðshorni, þar sem
kyrkingslegt bjúgaldintré stóð undir háum múrnum. Ljósið var
slökt, hurðin læst og herbergið mannlaust. Líkið lá í myrkrl>
nema hvað bláleitar stjörnurnar skinu inn til þess frá hyl'
djúpum himni. í þilinu tísti ámátlega í veggjatítlu. . . . Óti a
hálflýstum ganginum sátu tvær þernur í gluggasyllu og gerðu
1) Hann er dauður.