Eimreiðin - 01.04.1934, Qupperneq 117
ElMREIÐIN
í HJARTA BRETLANDS
213
Sefa til kynna, að þeir séu blindir og þurfi hjálpar með. Og
•nargt fleira ber fyrir augun af þeirri örbirgð, sem við Is-
lendingar þekkjum lítið til enn sem komið er, og tæpast er
finna nema í stórborgum. En þótt skuggahliðar stórborgar-
l'fsins geti ekki dulist, ber þó enn meira á skrautinu og glysinu.
tt'nar risavöxnu opinberu byggingar, kirkjur, hallir, leikhús,
hótel, búðir, allskonar samkomuhús, skrautgarðar og svo
Pfúðbúinn mannfjöldinn, alt vekur þetta bæði undrun og að-
^áun þeirra, sem óvanir eru stórborgarbragnum, en fljótt
Venjast menn þessu öllu.
Við fyrstu sýn er eitthvað hrikalegt og miskunarlaust í svip
stórborgarinnar, sem ekki er til í ásýnd sveitarinnar og strjál-
býlisins. Hér virðast allir reyna að olnboga sig áfram eftir
kví sem orkan leyfir, án tillits til annara. Lífsbaráttan er oft
hörð og grá, eins og múrar stórhýsanna og malbikuð strætin.
Sfi orka, sem svo mikið er af >í víðáttunnar hljóða, stolta
ríkic, nær oft illa að verka í umferðastraumi stórborgarlífsins.
l'lér er það köld og grimmúðg efnishyggjan, sem í fljótu
ö^agði virðist ráða. En samt á stórborgin ti! andlegleik, sem
krífur, tign, sem lyftir huganum, list, sem göfgar.
Himnanna himnar opnast sumra sál
við særót heims og London-gnýsins mál
Segir skáldið Frederic Myers í kvæði sínu, Endurnýjun æsk-
annar, sem ]akob ]. Smári hefur þýtt. Hér rísa öldur hins
aðdlega lífs einnig hæst, og hér á listin örugt athvarf, ekki
s’2t leiklistin. Að Iíkindum stendur leiklist hvergi á hærra
s*'9i en hér. Ég hef horft á leikmeðferð, sem tekur öllu öðru
lrain, sem hér er á boðstólum á leikhúsunum um þessar
JEUndir. Það er lítil og veikluleg gyðingastúlka, sem hefur
hrifið Lundúnabúa með leik sínum síðan snemma í vetur.
^a kom hún hingað eins og útlagi frá meginlandinu, þar sem
s°' frelsisins hafði myrkvast af skýjum hleypidómanna. Og í
allan vetur hefur hún leikið á Apollo-leikhúsinu hér, níu sinn-
Vtl1 í hverri viku, aðalpersónuna í sama leikritinu eftir skáld-
°nuna Margaret Kennedy. Á hverju kvöldi er fult hús. Það
®r með naumindum að ferðamenn, sem dvelja fáa daga í
°r9inni, geti náð í aðgöngumiða, því miðana verður oft að
l^nla löngu fyrir fram. Leikhússtjórinn, Cfaarles B. Cochran,