Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 40
384
VÆRINGJAR Á VERÐI
eimreiðin
Fylgdum Haraldi
hinum hugdjarfa,
nú er hann horfinn heim;
söknum Halldórs
og söknum Úlfs,
söknum sveina margra.
Fáir eru eftir
af flokknum gamla,
einn fyllir annars skarð.
Söm eru vopnin,
sama skapferlið,
vel haidast Væringjalög.
Land úr landi
hefur lið vort farið
styrkt æ stólkonungs ríki,
oft á drómundum,
oft í vígskörðum,
oftast þars hæst var hættan.
Börðum Bolgara,
börðum Serki,
af Gyrgi vér hjuggum haus;
harður er aginn,
en hár málinn,
sigur og sómi viss.
Aldrei höfum enn
fyrir öðrum hopað
heldur hrönnum fallið,
oft að lokum
uppi staðið
fáir, en samt með sigri.
Sof rótt, keisari!
Sof rótt, borg!
Heilsið stjörnur heim!
Beittar eru axir,
bjart er í hjörtum.
Halda Væringjar vörð!
Sigfús Blölldal.
Miklagarði 14/j 1937.
Staka
Æskan sveimar út um lönd,
eltir seim og gengið.
Bezt, sem geymir okkar önd,
er þó heima fengið.
Jón Jónsson, Skagfirðingur.