Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 57
EIMREIDIN
MARÍA LEGST Á SÆNG
401
Björg hrosti og lagði lófann á enni liennar. »Þetta var
kollhríðin. Nú er það húið, blessuð vertu!«
^Skærin, Hallfríður, hafðu skærin til og vatnið«.
Nú höfðu tvær konur nóg að gera að hinda um nafla-
streng, þvo tilvonandi hvítvoðung og opna vit hans, fá liann
að súpa hveljur og gefa frá sér gráthljóð.
ltjörgólfur gekk að rúmstokknum og tylti sér á hann,
liallaði sér að konu sinni og mælti lágt: »Nú ætla ég að
§anga út og líta kringum bæinn, vita hvort ég sé ekki til
Vltringanna frá austurlöndum og skjóta því að þeim, að ég
æúi mér um áramótin að afturkalla kæruna. Viltu að ég geri
það? þykir þér það máli skifta, núna?«
^faría lá í háfgildings-dvala, með lokuðum augum. Hægri
^andleggurinn var ofan á sænginni. Björgólfur kysti á handar-
lJakið. »Viltu að ég afturkalli kæruna?«
Hún leit upp, festi augun á Hallfríði, Björgu, barninú,
úálfsneri höfðinu á svæflinum, lokaði augunum og mælti í
úálfum hljóðum: »Stattu upp! Tak sæng þína og gakk«.
Svn hætti hún við. »Á morgun — þá koma tímar og þá
k°ma ráð, ef við lifum«.
Klukkan sló tólf.
•Jólanótt og jóladagur skiftu tímanum milli sín.
vil heyra hetjuraust.
Eg vil heyra hetjuraust —
helzt það léttir sporin —
þess, sem yrkir undir haust
eins og fyrst á vorin.
Jón Jónsson, Skagfirðingur.
26