Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 80
424
NONNI ÁTTRÆÐUR
kimheiði*
hafs. Hvalatorfa mikil verður á leið þeirra. Munar minstu að
hvalirnir hvolfi bátnum. Missa þeir negluna úr kænunni, en
tekst að troða upp í hana með skyrtuermi Nonna. í dauð-
ans angist snúa þeir orðum sinum til drottins og heita því a®
feta í fótspor hins blessaða Franz Xaver og flytja gleðiboð-
skapinn til hinna mörgu, sem enn ráfa í villu heiðninnar.
A síðasta augnabliki bjargast þeir um borð í franska her-
skipið „La Pandore", sem er á útleið. Reynast skipsmenn
þeim drengilega og hlúa að þeim eftir mætti. Að lokum koni-
ast þeir um borð í danska herskipið „Fylla“, sem flytur þa
heim til Akureyrar. — Þessu heiti höfðu þeir bræður aldrei
gleymt, og nú hafði forsjónin á svo undursamlegan hátt lagt
tækifærið upp í hendur þeirra. Þeim veittist þvi ekki erfitt að
skera úr þessu vandamáli. Þannig atvikaðist það, að Nonm
gengst undir hinn stranga aga Jesúítareglunnar og Manm
nokkuru siðar. Um þessa örlagaríku ákvörðun farast síra Jóm
orð á þessa leið: „Um Jesúítana er það að segja, að við kvnt-
umst þeim í stofnuninni og lærðum fljótt að meta dugnað
þeirra og ástúð á kennarastöðunni, og svo fór að okkur þótti
svo mikið til þessarar reglu koma, að við gengum báðir í hana
að afloknu námi.“ Bætir hann því síðan við, að þá bræður
hafi aldrei iðrað þessa. — í Loeven í Belgíu og Blyenbeck 1
Hollandi stundaði hann heimspekinám og lauk þar prófi 1
þeim fræðum. Þangað kom Manni síðar, er hann hafði l°k'
ið mentaskólanámi. Auðnaðist honum þó ekki að ljúka prófi,
því hann andaðist áður, hinn 24. júní 1885, í blóma Iífsim-
Var hann öllum harmdauði, en þó einkum síra Jóni, sem unm
bróður sínum hugástum. Að heimspekináminu loknu hvarf
hann um stundarsakir til Danmerkur og fékst þar við kensln-
störf. Þólti hann framúrskarandi kennarahæfileikum búinn.
Hafði hann einkar gott Iag á því að umgangast nemendur sína
og vinna hylli þeirra. Framsagnarsnild hans blés lífi í kensl-
una og gerði nemendunum hin torveldu fræði aðgengileg og
auðveld. — Það er kunnara en frá þurfi að segja hve guð-
fræðinám Jesúíta er torvelt, enda eru þeir taldir manna
lærðastir.1) Tekur það langan tíma og er ekki fært nema fram-
1) í ]iessu sainbandi er vert að geta Jiess, að ein hin ágætasta ferða-
bók, sem út hefur komið um ísland er cftir Jesúítaklerkinn Alexandet