Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 14
358
MIKLABÆJAR-SÓLVEIG
eimreiðin
Þórunn: Það er bjarndýr.
Árni (hlær): Ha. ha, ha! Bjarndýr! Ætli það sé ekki sinalR'
hundurinn minn, greyið hann Kolli?
Þórunn: O, nei. Skopastu ekki að því. Þú ert ekki skygn'
Árni: Nei, það er satt. En þú, sem getur séð gegnum holt
og liæðir. Sérðu prestinn okkar núna?-------Hvað hann er
kominn langt?
Guðlaug: Hann fer nú sjálfsagt hægara en hann er vanur.
af því að hann liefur svo góða samfylgd.
Árni: Prestsdótturina, já. (Smjr sér að Þórunni.) — Ljúktu
nú upp þessum spariaugum þínum, gamla mín, og segðu okk-
ur svo, hvernig prestinum gengur bónorðið.
Guðlaug: Heldurðu, að hann sé að hugsa um að biðju
hennar?
Árni: Ég held ekki það, sem ég veit. — Þetta er altalað 1
sveitinni.
Guðlaug: Bónorðið hefði þá átt að fara fram að Goðdölum-
Árni: Séra Oddur er svoleiðis maður, að hann dregur þa®
altaf á langinn, sem honum finst óþægilegt að gera.
Guðlaug: Er það svo óþægilegt að biðja sér konu?
Árni (i gamni og alvöru): Það er að minsta kosti óþægiieS^
að fá afsvar, eins og ég fékk hjá þér, þegar ég var að biðja
þín áðan.
Guðlaug: Það var nú bara í gamni.
Árni (þgkist misskilja): — Hvað segirðu! Var það bara 1
gamni, sem þú gafst mér afsvar? Þú vilt þá giftast mér?
Guðlaug: Nei og aftur nei! Mér var full alvara með það-
Árni: Það var bara i gamni, sagðirðu áðan. Hvað meintirðu-
Guðlaug: Ég meinti, að þú hefðir verið að gera að gamal
þínu.
Árni: Svo að þú heldur það. (Gengur til Guðlaugar og tekur
utan um hana.) — Á ég að sýna þér alvöruna?
Guðlaug (rýkur upp, stingur Árna með nálinni og hrindir
honum, svo að hann hröklast gfir að rúmi Þórunnar) '■
Farðu!
Þórunn (víkur sér til hliðar, þegar Árni hrasar á rúmið) ■
Hvaða bölvuð læti eru þetta!?
Árni (stendur upp og bendir á Guðlaugu, sem stendur en'