Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 56
400
MARÍA LEGST Á SÆNG
EIMHEIÐIN'
Hallfríður gekk móti henni: »Lofaðu mér að lijálpa þér
úr kápunni, áður en þú heilsar sængurkonunni. Og vertu
nú velkomin. En ekki mátti það seinna vera, því að ég er
til einkis fær i þessum vanda, þó að ég reyndi að halda
kjarkinum, bæri mig að lialda honum, svona að nafninu til.
En ég hef verið milli vonar og ótta.«
Björg gekk svo til Maríu og kysti hana innilega, sneri sér
síðan að Hallfríði og mælti ákveðin: »Heitt vatn i snatri;
ég þarf að þvo mér um hendurnar, verma mig og — sillu
hjá henni á meðan, til hughreystingar, ég skal verða fljót«.
Sængurkonan horfði á Ijósmóður. Þar var nú hennar liald
og traust.
Eftir fvrstu umvitjun mælti hún í hálfum liljóðum við
nærkonu:
»Heldurðu að alt sé í lagi?«
»Já, það held ég og verður afstaðið, svona um það bil
sem klukkan slær tólf. Það er ekki svo amalegt að ala barn,
kannske dreng, á sjálfa jólanóttina. Það er þó bót við böli-
Og mikið hefði mér þótt í það varið, meðan ég hét og var.<(
Björgólfur stóð á gólfinu. Hallfriður leit á liann og svo
til Bjargar, spurnaraugum:
»Hvað gerðirðu við karlangann minn, eða þið Björgólfur
í sameiningu? Spörkuðu þið honum í ána?«
Björg brosti: »Hann vildi ekki vera lengur í neinni nánd,
sagðist þurfa lieiin lil að gefa hestinum sínum. Og sannar-
lega á liann það skilið að fá golt liús og góða tuggu, bless-
uð skepnan, livað hann var ratvís og fótviss í myrkrinu
eins og hann sæi fram á veginn, eins og' hann lýsti sér með
eigin augum. Það er alveg dásamlegt, hvað náttúran sjálf er
úrræðagóð og glögg, sú upprunalega og óspilla. En sannast
að segja var ég hrædd í þessu ferðalagi. En ég treysti þvn
að guð sæi um mann og hest, af því að þeir voru að vinna
góðverk . . .«
Nú rak hver kviðan aðra, og var ein annari meiri. Sú var
yfirtakshörð, sem kom klukkan hálf lólf. Þá runnu tárin
niður um kinnar Maríu. Hún velti höfðinu á svæflinum 08
stundi við: »Ég dey í næstu kviðu«, mælti hún. »Ég afber
ekki þetta lengur«.