Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 52
396
MARÍA LEGST Á SÆNG
EIMREIÐIN’
))Ekki um mig — ég liugsa ekkert um mig. En ég vil
komast þangað sem mín er þörf, heil á húfi. I3að vil ég og
í tæka tíð. Er hún ekki ein, alein síns liðs, hún María?«
»Svo má það nú heita. En líklega hefur kona mín gengið
til liennar, svona til málamynda«.
»Það er gotl og blessað, að Hallfriður er þar. I3að hug-
hreystir, og svo er hún til aðstoðar. En hvað verðum við
lengi á leiðinni í þessu myrkri?«
»Þrjá klukkutíma«.
Hesturinn var enn sporléttari eftir að hann hnaut. Eyjólf-
ur klappaði á lendina og liélt sér í reiðann. Hann fann
smámsaman göluómyndina undir niðri og var því öruggur
með sjálfum sér.
Steinarnir og skeifurnar töluðu saman, á sina vísu, og sló
í heitingar þeirra milli, öðru hvoru.
En uppi yfir steinsofandi heiðinni grúfði sig þokan, kæru-
laus og óákveðin, virtist vera að liugsa sig um, hvort lnin
ætti að sitja á sér þetta dægrið, eða verða vond. Úti í fjarslc-
anum heyrðist ómur. Var dauðakyrðin að rísa úr róti eða
var hún að tala upp úr svefni?
»Hvaða ómur er þetta?« spurði Björg. »Heyrum við til
árinnar, sem rennur milli bæjanna ykkar Björgólfs, eða hvað?(<
»Ekki getur hennar nöldur hingað borist«, svaraði Eyjólfur.
»það er of lítilmótlegt til þess«.
»En hvaða hljóð er þá þetta?« »Ég veit ekki, kona góð-
Hvað heldur þú?«
»Hvað ég lield! Ég held, að það geti verið útburðar-kvein-
stafir, æfagamlir, utan úr lieiðni«.
»Svo þú lieldur það! Hvernig gæti það heyrst, svo eld-
gamalt? Er það yfirsetukonan í þér, sem kemst að svona
lagaðri niðurstöðu?«
»Já, það getur vel verið, að svo sé. Hún kynni að vera
næm fyrir barnshljóðum, það kann að sannast á oklcur, að
þunt er móðureyrað«. »Ojá«, svaraði Eyjólfur. »Rétt kann
það að vera. En þá þarf hljóðið að vera til í raun og veru.
En útburðarvæl getur ekki verið til eftir þúsund ár; hlýtur
að vera dáið út um leið og barnið sálast«. »Ekki er það
víst«, svaraði Björg. »Gæti það þó ekki liugsast, eða átt ser