Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 68
•112
OGMUNDUR FIÐLA
eimreiðin
Konan sat hljóð meðan hann spilaði, svo leit hún á Ögmund
gamla, og svipurinn var laus við alla aðdáun og hrifningu.
— Þú spilar sjálfsagt vel, sagði hún.
3.
Á haustgulnuðum túnbletti er stór hópur af hlæjandi börn-
um, sem leika sér í algleymingi, því skólinn er búinn í dag —
og rökkrið að í'ærast yfir. Ögmundur stendur hnípinn álengd-
ar og horfir á leikinn. Það eru hinir liðnu dagar, sem hlaupa
á túninu. Svo gengur hann ósjálfrátt að ljóshærðri stelpu-
hnjátu og klappar hcnni á öxlina.
—• Þú heitir víst ekki Magga? segir hann.
— Nei, svarar hún.
En börnin, sem áður voru niðursokkin í leikinn og tóku
ekki eftir neinu öðru, þau uppgötvuðu skyndilega ókunna
manninn og þyrptust utan um hann með miklum hávaða og
gauragangi.
— Það eru rauðar bætur á annari buxnaskálminni, köll-
uðu þau, og tveir kjaftforir strákar létu ekki á sér standa og
afgreiddu í snatri nokkur bínefni á aðkomumanninn, með
tilheyrandi umbúðum.
— Rauðskáhni! Rauðbuxni! Rauðbotni!
Hann forðaði sér burtu og gekk einn niður i fjöruna, stóð
einn í flæðarmálinu og horfði út í bláinn. Hann hélt á fiðl-
unni sinni eins og venjulega, en þetta útlenda liljóðfæri var
honum ekki hjartfólgið framar. Jafnvel lagið, sem hann hafði
ort, var þessa stundina átakanlega fjarlægt og' lítilsvirði, eins
og hugðnæmur draumur, sem eyðist við gráa dagsbirtuna.
Það brimaði óðum. Undiraldan féll að ströndinni með
þyngri og þyngri sogum — og sjórinn var ekki lengur blár.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.