Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 91
EIMREIDIN
ÖRÆFAGÖNGUFÖRIN 1908
435
°g nefndi okkur „öræfafugla“ í hverri setningu, er hann gat
við komið. Eftir nokkrar umræður bar Sigurjón upp svo hljóð-
nndi tillögu:
>,Fáið þið Guðmund Ólafsson á Eyrarlandi með einn eða Lvo
hesta til þess að reiða fyrir ykkur tjöld, vistir og annan út-
húnað fram á fjöllin, svo þið getið gengið lausir og látið ykkur
liða vel, og sendið hann svo heim með hestana, þegar ier að
halla undan fæti og þið komnir vel á veg.“
Tillagan var samþykt í einu hljóði, og fundinum lauk með
einrónia ánægju allra fundarmanna og þakklæti til tillögu-
manns, meðal annars fyrir góðar veitingar.
Ferðin hófst frá Akureyri kl. 5,30 síðari hluta dags 29. júlí.
i'órum við einir lausgangandi fram veg, með stafi í höndum,
landabréf í vasanum, litla myndavél og tvo áttavita. Við töfð-
um um stund á Botni hjá föður mínum og komum við á höi-
uðbólinu Grund, en töfin þar var stutt og héldum þaðan seint
um kvöldið fram eyrarnar eins og leið liggur að Samkomu-
Serði. Brýr voru þá engar á ánum. Finnastaðaá gátum við
stokkið, en Skjólgdalsá urðum við að vaða og fórum þá í fyrsta
skifti úr sokkunum. Ivalt þótti okkur og ónotalegt að stíga á
Srjótið, „en nú dugðu engar góðar bænir“, og verra mundi
það verða á fjöllunum.
í’egar að Samkomugerði kom var alt fólk í svefni. Gátum við
ekki fengið af okkur að vekja það, en íundum hlöðu með
kreinu og góðu heyi og skriðum þar inn. Þar sváfum við
Vfert um nóttina og leið ágætlega. Snemma um morguninn
í:»nn Kristinn bóndi okkur alla fjóra sofandi í hlöðunni, en
ekki nema fjóra, en þá nótt hygg ég að ein af aðalpersónun-
Um í Fjalla-Eyvindi, Arnes, hafi fengið reynslu fyrir því að
sofa í heyi. (Sbr. Arnes í 1. þætti: „Ég sef hvergi betur en
i þurru, gömlu heyi.“) Og þó við værum ekki fleiri en fjórir
sýnilegir í þessari öræfagöngu, þá munu allar persónurnar i
kjalla-Eyvindi hafa fylgst trúlega með og notað hvert tæki-
iaeri til þess að kynnast fjallalífinu, vitkast og stækka.
Viðtökumar voru hinar beztu í Samkomugerði, eins og ann-
urstaðar á leiðinni, og þegar við höfðum þvegið okkur og
fengið góða hressingu héldum við að Saurbæ. Þar skoðuð-
um við bæinn, sem var stór og gamall í fornum stíl, og kiikj-