Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 44
388
MARÍA LEGST Á SÆNG
EIMREIÐIN
»Þú hefur sem sé ætlað að gefa honum valsungana, eða
gjalda honum með þeim fyrir vitið, sem liann færir þér og'
manndóminn!«
1 þessari andrá var baðstofuhurðin opnuð, og Hallfríður á
Vestari-Á birtist í dyrunum, brosljúf i bragði.
»Sælt og blessað fóllcið og guðs blessun og gleðileg jól í
bæinn«. Hún kysti Maríu.
»Sæl og velkomin, Hallfríður. Loksins fær maður'þó að
sjá manneskju hérna; ég hélt, að þú værir orðin mosavaxin
liinu megin við óliræsis ána. Hvernig fórstu ybr hana? Óðstu
eða hvað?«
»Eg fór á brú, nýju brúnni, sem karlinn minn befur tylt
á hana núna nýlega. En hvað ég vildi segja. Er maðurinn
þinn sofandi? Hann tók ekki undir, þegar ég lieilsaði«.
»Já, hann hlundar í bili, eða sefur lijá vinkonu sinni. En
sundlaði þig ekki á brúnni?«
»Nei, því lieldurðu það?«
»Eg segi nú þetta svona hálfgert út í bláinn, líklega vegna
þess, að mig sundlaði í gær við að horfa í ána, var að skola
úr þvotti þá og stóð hálft í hvoru á höfði.«
Hallfríður leit í kringum sig.
»Svolítið erindi átti ég liingað, annað en það að létta mér
upp; útvega mér kleinujárn til láns, ef þú ert búin að nota
það«.
»Já, ég er búin að því, og það er þér meira en velkomið(<-
María tók járnið úr kassa, sem stóð á hillu, og rélti Hall'
fríði. Aðkomukonan sýndi á sér fararsnið.
»Þú bragðar þó kaTfi«, mælti María.
»Eklci í þetta sinn, þarf að ílýta mér, kem seinna, kein
bráðum. En þú fylgir mér út á hlaðið.«
Þær gengu út úr baðstofunni. María lagði lófa á ennið-
Hallfríður gaf gaum að því og mælti: »Þú ert ófrísk, ég skil
það. Og þig hálfsundlaði í gær úti við ána«.
»Ekki teljandi«, svaraði María.
Þær staðnæmdust í bæjardj'runum.
»Já, ég skil það«, mælti Hallfríður. »Það gengur nú svo,
að við Evudæturnar erum óstyrkar vlir liöfðinu, tíma og
tíma. Það vill nú svo til, stundum. Svo er nú það. En