Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
María legst á sæng.
Smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Björgólfur á Eystri-Á hefur drukkið minni Þorláks biskups,
ógætilega. Granni hans, Þrándur í Leyningi, er nýlundu-
maður, sem kann að grípa á lofti framtaraandann. Þrándur
kann þá list að breyta vatni í vín, og Björgólfur verður
smámsaman fyrir áveitunni, svo að sálin hans blotnar í
fæturna. Og þá stigur blóðið til liöfuðsins. Þessir nágrannar
fvístíga þannig hvor gagnvart öðrum, að milli þeirra eru
heldur ógreinilegir viðskiftareikningar. Björgólfur er hagur
a járn og smíðar liestajárn og bakkar ijáblöð fyrir Þránd.
Bann borgar með Heiðrúnardropum.
Það gengur svo, að enn sannast liið forna spakmæli:
Smiðir eiga sér versta spæni. Björgólfur smíðar alt, sem liann
er beðinn um frá Þrándar háltu. En hann hefur í fimmtíu
°g tvær vikur liummað fram af sér að smiða þ^öiu fyiii
konuna sína — þvöru og skafa. Og ekki kveikir hann upp
smiðjueldinn fyrir Eyjólf á Vestri-Á. Hann býr hinu megin
við Þverá, sem rennur um stórskorið gil. í því gili verpa
Yor hvert hrafn og valur. Og eru þeir nábúar óvinir undir
mðri. Þessi illfygli ílytja sig búferlum öðru hvoru, þannig,
að þeir skifta um gilbarma og þó ekki árlega.
Vorið 1933 verpti valurinn Björgólfs megin í gihnu og
fékk að unga út, enda torvelt að klifra í hreiðrið. En ung
arnir hurfu úr dyngjunni, áður en líklegt þótti að þeii \æiu
oi'ðnir Ileygir og færir. Þeir hurfu um sumarsólhvarfa-leytið.
^a er alt líf í landi voru að fullkomna upprisn sína.
Nú eru vetrarsólstöður — skammdegi yhr landinu og
skýjaþrungið loft. María, kona Björgólfs, stendur við eldavél-
ina og hefur jólabrauðgerð með höndum. Hún er í síðstakki
ói' hvitu lérefli, stendur þó nokkuð fött og stígui þungl á
gólfið, þegar hún fetar um það. Eldavélin er í baðstoíunni
öðrum enda hennar. Legurúmin eru i hinum. Björgólfui
^iiggur í hólinu«, klæddur þó, og horfir upp í rjálrið. Flaska