Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 78
422
NONNI ÁTTRÆÐUR
eimbbiðin
lega ljóst, að nú verður hann að yfirgefa alt, sein honuin er
kærast: Móður sína, sem honum þótti vænst um allra, syst-
kinin sín góðu, Manna og Boggu, og öll leiksystkinin sín.
Og það ef til vill fyrir fult og alt. Allar þessar staðreyndir
liggja á honum eins og þungt farg, og honum hryllir við
öllu saraan. Sálarástandi sínu hefur hann lýst á þessa leið:
„Mér fanst ég vera að steypast á höfuðið niður í botnlaust
gínandi hyldýpi!“ — Ákvörðunin var nú tekin, og Nonni
átti nú að fara til Kaupmannahafnar með litlu skútunni
„Valdemar frá Rönne“. Var nú ekki annað fyrir hendi en
að búast sem hezt til ferðar og kveðja vini og kunningjo-
Og loks rann upp skilnaðarstundin, sár og bitur. Engin orð
fá lýst sársauka og kvíða drengsins á þessum alvarlegu tima-
mótum. — Að fám augnablikum liðnum léttir „Valdemar frá
Rönne“ akkerum, og Nonni er lagður af stað til nýrra
heimkynna, til suðrænna sólskinslanda. Alt er nú horfið
sjónum hans, móðir hans, systkini og félagar aðeins til í
endurminningunni. Flest þeirra sá hann aldrei framar.
„Vertu sæll, elsku drengurinn minn! Guð varðveiti þig! Hann
er verndari munaðarleysingjanna. Og ég skal biðja hann að
ganga þér í föður og móður stað!“ Þetta voru seinustu orð
móður hans. -— A leið sinni til Danmerkur ratar hann í ótal
æfintýri, sem ekki verða rakin hér, því hann hefur sagt frá
þeim öllum í hók sinni um Nonna. Eftir fimm vikna liáska-
legt ferðalag kemst litla skútan heilu og höldnu til Kaup-
mannahafnar og legst þar við bryggju í Nýhöfninni. í Kaup-
mannahöfn ber margt nýstárlegt fyrir augu hans, er alt vek-
ur undrun hans og aðdáun. Alt þetta nýja vekur löngun
hans til þess að kanna þessar ókunnu slóðir, og hann ratar í
ótal æfintýri og lífsháska. Frá því, sem þarna dreif á daga
hans, segir hann í bókunum „Borgin við sundið“, „Æfintýri
úr eyjum“ og einni af seinustu bókum hans: „Wie Nonni
das Glúck fand“. Eru þær lýsingar meistaralegar og einatt
blátt áfram „spennandi". Vegna franzk-þýzka stríðsins vai'ð
ferðalagið ekki lengra að sinni. Dvaldi Nonni í heilt ár a
heiinili kaþólska klerksins Hermann Grúder, í Breiðgötu 6fj
Þar hitti hann landa sinn, Gunnar Einarsson1), sem var koin-
1) Hann hvarf heim til íslands vorið eftir.