Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 90
EIMREIÐIN’
Öræfagönguförin 1908.
Eftir Lárus ./. /h's^
Veturinn 1907—’08 ákváðum við Stefán Björnsson, tveir þá-
verandi ungir kennarar við gagnfræðaskólann á Akureyri, a®
fara gangandi suður fjöll á næsta sumri, til Reykjavíkur og
þaðan aftur gangandi um bygðir til baka. Gátum við ekki til
þess hugsað að lifa svo alla æfina, sem starfandi kennarar viö
fjölmennan skóla, að hafa ekki séð öræfin og jöklana, Gull*
foss, Geysi og Þingvöll, ásamt hinum fegurstu bygðarlögun1
hér á landi, en vita að menn koma langt að frá fjarlægUI11
löndum, með ærnum kostnaði, til þess að sjá þetta undraland,
sem við byggjum.
Við nánari athugun þótti okkur of djarft að fara tveir einh'
suður fjöllin, því verið gæti að eitthvað yrði að öðrum hvor-
um, og yrði þá fátt til ráða, svo við réðum það af að fá þriðja
félagann. Fyrir valinu varð Magnús, sonur sóra Matthíasax'
þjóðskálds, sem undir eins var til í slarkið.
Alt lór þetta með mestu leynd, því við vissum að almenn-
ingsálitið mundi dæma okkur bjána eða lítilmótlegar mann-
rolur fyrir það að hugsa til þess að fara gangandi tvívegis
yfir landið um hásumarið.
Nokkru áður en förin skyldi hafin kom Jóhann skáld Sig-
urjónsson frá Laxamýri heim frá Kaupmannahöfn til föður
síns á Oddeyri, í þeim einum tilgangi að ferðast um öræfin þa
um sumarið. Vildi hann kynnast þeim af eigin sjón og raun
áður en hann legði síðustu hönd á skáldrit sitt, Fjalla-Ey-
vind. Hal'ði nú fréttin um fyrirætlanir okkar félaga borist út,
og fanst þeim feðgum ráð að Jóhann fengi að slást í förina
með, og það því fremur sem við höfðum ákveðið leið okka-r
um þau svæði, sem skáldið vildi kynnast. Var sú málaleitun
auðsótt, því við fyrstu sýn sáum við, að Jóhann mundi verða
góður í'élagi.
Var nú boðað til fundar heima á Laxamýri hjá Sigurjónx-
Þeir mættu báðir á fundinum. Gamli maðurinn lék á als oddi