Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 64
408 OGMUNDUR FIÐLA eimreiðin hann fyrir bitbein. En þegar honum óx fiskur um hrygg. þá fór hann um borð í franska skonnortu og keypti sér hljóö- færi af kokkinum. Fólkið spurði hvern fjandann sjálfan hann ætlaði að gera við þetta hljóðfæri. Ég ætla að spiln, svaraði Ögmundur. Hann hafði altaf borið mikla lotningu fyrir tónlistinni, þótt hann þekti hana Htið, nema úr sínum eigin barmi. — Keyptu þér heldur harmoniku, sagði fólkið. Það er ekk- ert gaman að pípinu í þessum bansettum strengjatólum. Nei. Hann sat fastur við sinn keip, en fyrir Iiragðið var hann kallaður Ögmundur fiðla, og menn hlógu alveg ósjálfrátt, þegar þeir hevrðu nafnið. Hann fór dult með kunnáttu sína, en sat löngum úti í fjárhúskofanum eða skemmunni, og börnin stóðu á hleri og hvísluðu forvitin hvert að öðru: Nú er hann að spila á fiðluna! Hann lærði það hjá Franz- manninum! Og dagarnir liðu, æfin leið. Einn góðan veðurdag klæddist Ögmundur gamli í beztu flíkurnar og bað um nesti í mal- inn. Hann ætlaði að heimsækja leiksystur sina eftir langar fjarvistir, en hann lét þess ekki getið við nokkurn mann, að hún ein átti að hlusta á hann spila. Hann hafði æft sig með þetta takmark fyrir augum í öll þessi ár. Það hafði ver- ið hans hjartfólgnasti draumur. Öræfin laugast í sólskininu, og Ögmundur g'amli fer sér hægt, því hann vill njóta ferðarinnar sem hezt. Hann horfir á mjallhvíta jöklana eins og helga opinberun og þræðir slitr- ótta götuslóðann af meðfæddri ratvísi. Rjúpan flýgur kurr- andi upp úr bleiku laufinu, flýgur nokkra faðma og sezt síðan aftur, því hún hræðist ekki þennan gamla ferðalang, heldur finnur skyldleika sinn með honum. Hann hefur þráð þennan dag í mörg ár, og hugurinn fyll- ist barnslegri gleði. Honum finst að Magga bíði hans 1 flæðarmálinu, og hann er eins og stóri bróðir, sem keniur úr fjarlægu héraði og kann að spila. Já, stóri bróðir er meira að segja í sparifötunum sínum! Dagurinn líður og sólin gengur til viðar, en dumbrauðir skýhnoðrar svífa yfir jökulhungunum, unz bládimt haust- húmið tekur völdin og stjörnurnar kvikna á himinhvolfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.