Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 77
EIMREIÐIN
nonni áttræður
421
Með hálfum huga knýr hann á dyr hja móður sinni, heiðii
upp hugann og gengur inn. Það er einhver óvenjulegui blær
yfir móður hans að þessu sinni. Það hvíldi hátíðarblær yfir
henni, og hún horfir á Nonna svolítið lengur en hún er
vön. Loks spyr hún: „Heldurðu Nonni minn, að þú vildir
ganga mentaveginn, ef þér gæfist kostur á þvi, ég á ^ið að
þú færir í einhvern æðri skóla, mentaskóla. Hugsaðu þig nu
vel um.“ — „Það væri voðalega gaman. En þá þvríti eg að
fara alla leið til Reykjavikur!“ — „En ef þér byðist nú“ —
þctta segir móðir hans mjög hægt og alvarlega „eí þéi
byðist nú að fara ennþá lengra en til Reykjavíkur. Hverju
mundir þú þá svara?“ — Nonni varð alveg forviða! Þetta
voru nú nýjungar — og þær ekki smávægilegar. Frú Sigiíði
hafði sem sé borist bréf frá séra Baudoin, kaþólska prest-
inum,1) um að setja son hennar til menta. í bréfi þessu
skýrir Baudoin svo frá, að auðugur franskur aðalsmaður,
óe Foresta greifi, frá smábænum Avignon á Suður-Frakklandi,
hafi fengið mikið dálæti á íslandi, og að það sé nú heitasta
ásk hans, að tveir íslenzkir drengir komi þarna suðureftii.
Lofar hann að sjá þeim fyrir ágætasta uppeldi og setja þá
ti! náms á sinn kostnað, hvaða æfistarf sem þeir siðar kunm
að velja sér. Yfirleitt eru engin skilyrði sett önnur en þau,
að þeir séu af góðu bergi brotnir, séu heilsugóðir, óspiltir og
vel fallnir til náms. Hafði Einar Ásmundsson í Nesi bent á
Áonna, en sonur hans, Gunnar, var farinn nokkru á undan.
Upphaflega var í ráði að senda Þórhall Bjarnarson, siðai
hiskup og föður Tryggva heitins ráðherra í Laufási. Var faðir
bórhalls þess fýsandi, en móðir hans mátti ekki heyra shkt
nefnt. Varð því Nonni fyrir valinu. Það þarf ekki mikið
hugmyndaflujg til þess að setja sig í spor þessa óharðnaða
llnglings. í fyrstu er hann himinlifandi glaður yfir þessum
hvæntu tíðindum, en svo rennur upp fyrir honum ískaldur
veruleikínn, er honum verður ljóst, hve dýru verði hann
kaupir þessa glæsilegu framtíð, sem hann á tyrir höndum.
begar hann hugsar málið betur verður honum fyrst fullkom-
!) Um Baudoin hefur frú Anna Thorlacius ritaö í endurminningum,
sJá Eimreiðina XXII. ár, bls. 118 o. s. frv.: Gamlar endurminningar.
(Prönsku prestarnir).