Eimreiðin - 01.10.1937, Blaðsíða 51
eimreiðin
MARÍA LEGST Á SÆNG
395
um. Það tekst einhvernveginn, ef ekki brestur á, þó dimt sé
til jarðarinnar og þungbrýnn himininn«.
Kveðjurnar urðu stuttar, en lag-góðar frá húshóndans liálfu.
»Guð fijlgi gkkur og góða uótt<(.
011 orðin sögð með áherzlu heilindishugar. Svo snéri hann
heim til bæjarins, en ferðafólkið lagði á heiðina — inn í
myrkrið, eða út í það.
lfjörg tók til máls.
»Við hvað er nú að styðjast, þig eða hestinn? Hvor ykkar
ræður nú ferðinni, þegar til kastanna kemur?«
»Hesturinn ræður og ratar«.
»Hefurðu reynt hann að því, að lionum geti ekki skeikað?«
»Já, víst er um það, oftar en einu sinni hef ég þreifað á
kostum hans, ratvísi og fótvissu og geðgæðum, sem hlessuð
hestskepnan er gædd æ og æfinlega«.
»Geturðu sagt nokkuð sérstakt af því, hvað liann ratar
vel?«
»Já, víst er um það. í hittiðfyrra í göngum reyndi ég
hann, þá lenti ég í þreifandi þoku og svo í náttmyrkri, varð
sjálfur áttaviltur og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Eg þóttist
lengi vel vera viss í minni sölc. En þótti þó undarlegt, hvað
hann var þverúðarfullur að gegna minni stjórn. En loksins
lók ég út úr honum og lét liann ráða. Þá varð hann strax
léttur í spori, breytti um stefnu og tók á rás. Og þannig
leið ég og reið, og um nóttina komum við að gangnamanna-
hofanum«.
»En því tókstu út úr honum?«
»Til þess að hann væri alveg sjáífráður og víst væri, að
eg hamlaði honum ekki með taumhaldi. Og nú ætla ég að
gera það sama, ef þú kant við að sitja á honum taumlaust«
hjörg bað hann ráða. »Þið verðið að sjá um mig hvort
sem er«, mælti hún.
Syo tók Evjólfur út úr hestinum, greip í reiðann og
hlístraði.
Og hesturinn fetaði ótt og títt.
Einu sinni hálfhnaut hesturinn um stein. Björg bað fyrir
Ser» en liröklaðist þó ekki af baki. »Ertu hrædd?« spurði
Eyjólfur.