Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1937, Page 68

Eimreiðin - 01.10.1937, Page 68
•112 OGMUNDUR FIÐLA eimreiðin Konan sat hljóð meðan hann spilaði, svo leit hún á Ögmund gamla, og svipurinn var laus við alla aðdáun og hrifningu. — Þú spilar sjálfsagt vel, sagði hún. 3. Á haustgulnuðum túnbletti er stór hópur af hlæjandi börn- um, sem leika sér í algleymingi, því skólinn er búinn í dag — og rökkrið að í'ærast yfir. Ögmundur stendur hnípinn álengd- ar og horfir á leikinn. Það eru hinir liðnu dagar, sem hlaupa á túninu. Svo gengur hann ósjálfrátt að ljóshærðri stelpu- hnjátu og klappar hcnni á öxlina. —• Þú heitir víst ekki Magga? segir hann. — Nei, svarar hún. En börnin, sem áður voru niðursokkin í leikinn og tóku ekki eftir neinu öðru, þau uppgötvuðu skyndilega ókunna manninn og þyrptust utan um hann með miklum hávaða og gauragangi. — Það eru rauðar bætur á annari buxnaskálminni, köll- uðu þau, og tveir kjaftforir strákar létu ekki á sér standa og afgreiddu í snatri nokkur bínefni á aðkomumanninn, með tilheyrandi umbúðum. — Rauðskáhni! Rauðbuxni! Rauðbotni! Hann forðaði sér burtu og gekk einn niður i fjöruna, stóð einn í flæðarmálinu og horfði út í bláinn. Hann hélt á fiðl- unni sinni eins og venjulega, en þetta útlenda liljóðfæri var honum ekki hjartfólgið framar. Jafnvel lagið, sem hann hafði ort, var þessa stundina átakanlega fjarlægt og' lítilsvirði, eins og hugðnæmur draumur, sem eyðist við gráa dagsbirtuna. Það brimaði óðum. Undiraldan féll að ströndinni með þyngri og þyngri sogum — og sjórinn var ekki lengur blár. Ólafur Jóh. Sigurðsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.