Eimreiðin - 01.07.1940, Blaðsíða 12
eimreiðin
Andvökur hinar nýju.
EfLir Jón Magnásson.
I.
Það hefur lengi stormasamt verið
um nafn Stephans G. Stephanssonar.
Að vísu greru fljótt ástsældir hans
meðal Islendinga í Vesturheimi, því
að mörg af fyrstu ljóðum lians stefndu
heim til íslands og áttu samleið nieð
tilfinningum fjölmargra, sem unnu
föðurlandinu hugástum. En þær þakk'
ir mun Stephan flestar hlotið hafa í
hljóði, því að lítilli ritdómarahylli átti
hann að fagna framan af, að minsta
kosti hérna megin hafsins. Jón Ólafs-
son varð til þess fyrstur íslenzkra
mentamanna að ryðja Stéphani braut til fullkominnar viður-
lcenningar. Honnm farast svo orð 1894 (Öldin, II. ár):
„Kvæðin, sem birt eru í þessu blaði, eftir hr. Stephan G-
Stephansson eru merlcilegr bálkr, alveg einstök í íslenzkri
ljóðagerð. Þau eru bergmál — ekki af ljóðum annara skálda,
heldr af röddu náttúrunnar. Þau eru frumlegri, einkennilegri
en nokkuð samkynja, sem nú er kveðið á vora tungu.“
Jón Ólafsson gaf út fyrstu bók, sem prentuð var á íslandi
eftir Stephan, kvæðaflokkinn „Á ferð og flugi“. í eftirmála við
bókina segir hann á þessa leið:
„Eg dirfist að segja, að framtíðin muni skipa þeim óskóla-
gengna bónda vestur undir Klettafjöllum, sem hefur ort þessi
ljóð, ineðal allra fremstu skálda íslands á 19. öldinni.“ Meö
öðrum orðum: Jón Ólafsson, sá ágæti mentamaður, leiddi þa
þegar Stephan til þess öndvegissætis, sem hann nú skipar nreð-
al íslenzkra höfuðskálda.1 Á þessum tíma var Stephan lílt orð-
Jón Magnússon.
1) Mér verður altaf hlýtt til Jóns Ólafssonar fyrir liað, hvc djarfiaann
lega og fallega hann studdi Stephan, og ]>ykir mér honum hezt golón'’